Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 38
1. tafla. Stœrstu berghlaup á Islandi, nokkrar einkennistölur. Taflan sýnir þau hlaup á landinu sem eru 4 km2 eða stœrri. Taka verður fram að efasemdir eru uppi um hvort þetta séu allt berghlaup (sbr. Agúst Guðmundsson 1997). - Greatest rock slides in Iceland. Berghlaup Rockslide Lengd Length m Flötur Area km2 Fall Drop nr Hlauphorn Angle Aldur X Heimild References Vatnsdalshólar 6500 13,00 890 7,5 9 4 Loðmundarskriður 5600 8,00 700 7,0 1-2 4 Hraun í Öxnadal 5500 7,00 925 9,5 7 4 Torfastaðamelar 2850 6,00 700 14,0 1 Hlaup úr Bana, Vatnsnesi 2800 5,75 524 10,6 5-7 2 Hólahólar, Eyjafirði 4000 4,50 900 11,3 6-7 4 Leyningshólar, Eyjafirði 3600 4,50 870 13,6 <9 4 Þorbrandsstaðahólar 4000 4,25 720 9,4 5-7 3 Heimildir: 1 = Árni Hjartarson o.fl. 1981, 2 = Ólafur Jónsson 1976, 3 = Skúli Víkingsson og Sigbjörn Guðjónsson 1984, 4 = Árni Hjartarson, nýjar athuganir. í samræmi við lögmál þyngdarhröðunar, tregðu og viðnáms. Hægfara hlaup hnfgur hins vegar fram líkt og skriðjökull í samræmi við lögmál um flæði seigfljótandi efnis en tekur aldrei á sig reglubundna hröðun. Hlaupið stendur í áratugi eða aldir (Arni Hjartarson 1995). Berghlaupsurðir, eða skriður, sem orðið hafa til í hraðfara hlaupi geta verið mjög líkar þeim sem myndast hafa við hægfara hlaup. Eitt fyrirbrigði rná þó stundum sjá sem einungis verður í hraðfara hlaupi. Það er urð sem kastast hefur yfir hálsa eða hæðir ellegar upp í andbrekku sína. Þetta má sjá í Loðmundarskriðum. Þar hefur urðin hlaupið 10-20 m upp í andbrekk- urnar bæði í Karlfelli og við Sævarenda. Loðmundarskriður eiga upptök sín í víðri brotskál utan í Skúmhetti og Bungufelli. Þaðan hefur urðarfyllan skriðið á nriklum hraða þvert fyrir mynni Hraundals. Síðan hefur aðalstraumurinn kastast yfir lágan hálsinn sem aðskilur Hraundal og aðal- dalinn, farið þvert yfir hann hjá Stakkahlíð og náð allt að Sævarenda hinu megin fjarð- arins. Upp af bænum er fjallið Gunnhildur. Hlaupið rakst á það og þeyttist 10-20 m upp í undirhlíðarnar. Eins og sjá má á kortinu virðist vanta sneið í urðartunguna í dalbotn- inum. Þar gæti skriðan hafa lent í sjó. Ain hefur síðan hlaðið fram uppfyllingu við ósa sína á umliðnum öldum og hulið ummerki skriðunnar þar. Þetta var aðalurðarstraumurinn. Tölverð- ur urðarstraumur fór þó aðra leið, því að í Hraundal sveigði hluti hlaupsins nærri því 90° til austurs, niður með farvegi Hraunár og náði út á móts við bæinn Seljamýri. Það er ekki óvenjulegt að sjá berghlaupsurðir sem sveigt hafa af leið vegna landslagsáhrifa en stórar aðskildar hlauptungur eins og í Loð- mundarskriðum eru óvanalegar. Yfirborðseinkenni urðarinnar eru mismun- andi frá einum stað til annars. Efst eru áber- andi þverhryggir og skriðtungur milli þeirra. Neðar má greina óljósa langhryggi, eða hólaraðir, samsíða hreyfistefnunni en á dal- botninum neðan við Stakkahlíð eru tætings- leg hólahrúgöld. Berghlaupsurðin stfflaði bæði Hrauná, sem kemur úr Hraundal, og Fjarðará. Innan urðarinnar mynduðust stöðuvötn. Raunar gerði það meira en stífla Hraunána því það fyllti farveg hennar á rösklega 3500 m löng- um kafla. Ain gerði sér síðan nýjan farveg þvert gegn um urðina og komst þar aftur í sitt gamla gljúfur og fellur um það til strandar. Stöðuvatnið á Hraundal ræstisl fram þornaði og á vatnsbotninum eru nú 100

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.