Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 44

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 44
þess sem mikil breyting getur orðið á teg- undasamsetningu þess. Að hve miklu leyti breyting á tegundasamsetningu dýrasvifs- ins stafar af miðlun eða af öðrum orsökum, eins og breytingu á afráni af völdum fiska, er umdeilt því erfitt er að aðgreina vægi þessara þátta. Algengt er að miðlun seinki framleiðsluhámarki dýrasvifs vegna aukins vatnsmassa sem hitnar seinna og jafnvel minna en áður (Aass og Borgström 1987). Framleiðsla á botnþörungum og botn- dýrum er einkum á grynnri svæðum í vötnum næst ströndum. Ahrif miðlunar á þetta samfélag er háð miðlunarhæðinni og lögun vatnsskálarinnar. Það sem einkum hefur áhrif á botndýrin er að stórir hlutar framleiðslusvæðis í fjörunni fara á þurrt einhvern tíma árs. Miðlun getur því haft mikil áhrif á dýrahópa eins og vatnabobba, rykmý og vorflugur, en það eru dýrahópar sem nýtast beint sem fæða fyrir fisk (Aass og Borgstrpm 1987). Algengt er að gróið land fari undir vatn við myndun lóna. Meðan á niðurbroti gróðurs á botni og lífrænna efna úr bökkum stendur skapast aðstæður fyrir skötuorm. Algengt er að upp komi stórir stofnar skötuorms í miðlunarlóni einkum fyrstu árin. Þeir nýtast vel sem fæða fiska en skötuormur getur orðið um 2 cm á lengd og góður biti fyrir fiska. Það sem einkum hefur áhrif á fiskstofna í vötnum þegar þau eru gerð að miðlunar- lónum er breyting á fæðuframboði, en einnig er oft um verulegar breytingar á hrygningar- og uppvaxtarsvæðum að ræða. Stíflur í inn- eða útrennsli vatna valda iðulega hindrun á gönguleiðum fiska milli hrygningar og upp- vaxtarsvæða. Hrygningarsvæði fyrir urriða minnka eða eyðast vegna þess að lækir, ár og lindir eru settar á kaf eða ár eru stíflaðar. Algengt er að fyrst eftir miðlun valdi aukið fæðuframboð fyrir fiska aukningu í vaxtar- hraða og kynþroskastærð. Þessi áhrif standa meðan rofs gætir, en tíminn sem það tekur getur verið breytilegur. Eftir það minnkar frumframleiðsla og framboð á fæðu- dýrum aftur. I miðlunarlónum þar sem urriði er eina fisktegundin skiptir hann um fæðu frá botndýrum á strandsvæðum yfir í stærri svifkrabba. Ef urriði og bleikja eru í sama miðlunarlóninu getur urriðinn orðið undir í samkeppni við bleikjuna þar sem helstu beitarsvæði hans og fæðudýrastofnar, næst ströndum, verða fyrir mestri röskun. Þegar dregur úr uppsveiflu af völdum útskolunar næringarefna og framleiðsla minnkar verður fiskur að láta sér nægja minni fæðu og smærri fæðudýr. Við það minnkar sú orka sem er til vaxtar og vaxtarhraði og kyn- þroskastærð minnka. Verður þá kynþroska- stærð oft minni en var fyrir miðlun og fisk- stofn rýrari til nýtingar bæði hvað varðar stærð fiska og aflamagn. Ef virkjun og miðlun hafa áhrif til minnk- andi nýliðunar eykst fæðuframboð á hvern fisk. I miðlunarlónum þar sem takmörkun verður á nýliðun fiska getur heildar- framleiðsla fiskstofnsins minnkað en stærð einstaklinganna aukist. Staðhættir, gerð virkjana og rekstur þeirra eru afgerandi hvað varðar þau áhrif sem líf- ríki verður fyrir. Þar kemur einnig til teg- undasamsetning og vistgerð, bæði fyrir og eftir virkjun. Þó virkjunaráhrif sem slík séu þekkt er sjaldgæft að gerðar séu rannsóknir á framvindu lífríkisins fyrir og eftir virkjanir. BLÖNDUVIRKJUN, UMHVERFI HENNAR OG ÁHRIF Á VATNAKERFI Vatnakerfi Blöndu nær frá Hofsjökli til Blönduóss og er allt vatnasviðið 2370 km2 (Sigurjón Rist 1990). Meðalrennsli Blöndu við Blönduós er um 39 m3/sek og er hún um 125 km löng frá upptökum til ósa. Miðlunarlón Blönduvirkjunar er á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði. Auðkúluheiði er að mestu gróin en fjölmörg vötn sitja í jökul- sorfnum dældum. Veituleið að inntakslóni er á Auðkúluheiði norðanverðri, vestanvert við Blöndu (1. mynd). Vatnasvið framan virkjunarer 1520 km2. Tilhögun Blönduvirkjunar er sú að árið 1989 var byggð stífla í farveg Blöndu við Reftjarnarbungu og hófst rennslismiðlun sumarið 1991. Stíflan myndar uppistöðulón sem er um 39 km2 þegar vatn er í hæstu stöðu og er miðlunarhæð í lóninu um 9 m. Síðar er 106
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.