Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 54
3,6
3,5
1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995
—■—M jóavatn ♦ - V estara-Friðmundarvatn
—A ustara-Friðmundarvatn —rístikla
7. mynd. Hallatala (b) lengdar-þyngdarsambands fiskstofna í vötnum á Auðkúluheiði á
árunum 1988-1995. - Slope (b) ofthe length-weight relationship for Arctic charr in Lake
Mjóavatn, Lake Austara-Friðmundarvatn, Lake Vestara-Friðmundarvatn and Lake
Þrístikla in 1988-1995.
Mjóavatni þar sem hlutfall ókynþroska fisks
varum 77%.
Engin regla virðist vera á því hvenær
fískar sem taka sér hrygningarhlé verða
mest áberandi.
FÆÐA
Hornsfli er greinilega mjög mikilvæg fæða
bleikju í öllum vötnunum í byrjun rannsókn-
artímans (9. mynd). Þó er kornáta verulegur
hluti fæðunnar í Mjóavatni allan tímann.
Botndýr eru áberandi fæðugerð og þá aðal-
lega rykmýslirfur og rykmýspúpur. Eftir að
röskun átti sér stað í A-Friðmundarvatni og
Þrístiklu breyttist fæðusamsetning verulega
og langhalafló, skötuormur og rykmýslirfur
urðu mikilvægar fæðutegundir. Þessar
breytingar sáust ekki í Mjóavatni og V-
Friðmundarvatni.
I sumum sýnatökum var hlutfall gróður-
leifa í fæðu áberandi hátt. Virtist það fara
saman við vinda og upprót í vötnunum
þegar sýnataka fór fram. Líklega er því um að
ræða að fiskur éti gróður með fæðunni þegar
upprót er mikið í vötnunum.
SAMANBURÐUR RASKAÐRA OG
ÓRASKAÐRA VATNA
í undangengnum niðurstöðum hefur þróun
ýmissa þátta verið lýst, yfir rannsóknar-
tímabilið 1988-1995. Hér verður nánar
skerpt á því hvaða breytingar urðu við það
að Blöndu var veitt í gegnum Þrístiklu, A-
Friðmundarvatn og Gilsvatn.
Breyting verður á afla/lögn í öllum
vötnum, þannig að hann fer minnkandi frá
1988 til 1991-1992 en vaxandi eftirþað (2.
tafla). Lítill munur er á þessu í röskuðum og
óröskuðum vötnum. Þó ber að geta þess að
afli/lögn í A-Friðmundarvatni hefur ekki náð
fyrri stærðum, en í Þrístiklu hefur fjöldi/lögn
og þyngd afla aukist.
Af lengdardreifingu (4. mynd A og B) má
sjá að hlutfallslega meira er af vænum (yfir
30 cm) físki í röskuðu vötnunum en í viðmið-
unarvötnunum eftir virkjun, en þann mun
var ekki að sjá í upphafi rannsóknartímans.
Fyrir virkjun voru meðalstærðir bleikju
svipaðar í öllum vötnunum. Eftir virkjun
eykst vöxtur í Þrístiklu og A-Friðmund-
arvatni (5. mynd) sem ekki sést í Mjóavatni
og V-Friðmundarvatni. Einnig eykst lengd-
arspönn bleikju í A-Friðmundarvatni veru-
lega samanborið við Mjóavatn (10. mynd) í
hverjum aldurshópi, senr bendir til að fískur-
inn sé kominn víðar að, ofar úr vatnakerfinu.
Kynþroskahlutfall minnkar í öllum vötn-
unum yfir rannsóknartímann en minnst
verður hlutfall kynþroska fiska í röskuðu
116