Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 67
Rannsóknir-
EILÍF LEIT AÐ
ÞEKKINGU
STEFÁN ARNÓRSSON
meira en 60 ár hefur Nátt-
úrfræðingurinn verið vettvangur
almenningsfræðslu unt náttúru-
fræði þótt í honum hafi einnig
birst mikill fjöldi greina um niðurstöður
margþættra rannsókna sem varla eru að-
gengilegar eða skiljanlegar öðrum en þeim
sem hafa nokkra kunnáttu á þeim sérsviðum
náttúrufræðinnar sem viðkomandi greinar
fjalla um. Sitt sýnist hverjum um birtingu
slíkra greina. Stefna núverandi ritstjórnar
mun vera sú að leggja áherslu á stuttar
greinar sem eru áhugaverðar leikmönnum.
Sá greinarstúfur sem hér birtist uppfyllir
varla þau skilyrði að vera tiltölulega stuttur
og efnið sem fjallað er um varðar tæplega
heldur almenningsfræðslu um náttúrufræði.
En þar sem Náttúrufræðingurinn hefur alla
tíð verið samofinn rannsóknum í náttúru-
fræðum á íslandi vona ég að hin almenna
umræða um rannsóknir, sem hér fer á eftir,
vekji lesendur hans til umhugsunar um eðli
þeirra, tilgang og notagildi.
Stetan Arnórsson (f. 1942) lauk B.S.-prófi í
jarðfræði frá Edinborgarháskóla 1966 og doktors-
próft í hagnýtri jarðefnafræði frá Imperial College
í London 1969. Hann starfaði við jarðhitadeild
Orkustofnunar á árunum 1969-1978 en síðan við
Háskóla Islands, fyrst sem dósent og síðar sem
prófessor. Stefán hefur unnið víða erlendis sem
ráðgjafí á' sviði jarðhita.
■ HVAÐ er rannsókn?
Orðið rannsókn er samsett orð, úr rann og
sókn. Rann merkir hús og sókn það að sækja
einhvern til saka. Upphafleg merking
orðsins er að gera húsleit hjá einhverjum
þeim sem grunaður er um saknæmt athæfi,
þjólnað. Á ensku er til sögnin „ransack“ og
merkir hún einmitt að gera rækilega leit í
húsi, einkum að stolnum munum. Mér er
ókunnugt um hvenær farið var að nota orðið
rannsókn í þeirri merkingu sem „research“
hefur á ensku, en það orð er sömu merkingar
og Forschung á þýsku og forskning á
skandinavískum málum. Enska orðið re-
search er ættað úr frönsku. í bókstaflegri
merkingu þýðir orðið research ítarleg leit,
síleit. Re- er forskeyti sem merkir endur-,
aftur-, eins og sí (t.d. sífelldur) og ei (t.d. ei-
lífur, Eiríkur) í íslensku, en search merkir jú
leit.
Orðið vísindi er yfirleitt talið sömu
merkingar og enska orðið „science“. Vísindi
merkir skipuleg þekking. Áður fyrr var orðið
einkum bundið við raunvísindi en á síðari
árum hefur merking þess víkkað. í bók sinni
Pælingum hallast Páll Skúlason, prófessor í
heimspeki, að því að vísindaleg hugsun sé
sömu merkingar og gagnrýnin hugsun og
alls ekki bundin við raunvísindi. Eg tek undir
viðhorf Páls í þessum efnum.
Náttúrufræðingurinn 67 (2), bls. 129-140, 1997.
129