Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 71

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 71
1. mynd. Hefði verið reynt að virkja jarðhitann á Nesjavöllum á sjöunda áratugnum, þegar Reykjavtkurborg keypti landið þar og jarðhitaréttinn, er ég sannfœrður um að það hefði mistekist vegna þess að þekking hér á landi var þá ónóg. Ljósm. Hitaveita Reykjavíkur. mögulega og hleypti geysilegum vexti í nýtingu lághita. Stjórnun Jarðhitadeildar er engin íslensk uppgötvun. Stjórnun aí þessu tagi er reglan í hinum vestræna heimi þegar um er að ræða háskóla og rannsóknarstofnanir. Það er ráð- andi stjómunarstfll á íslandi sem er undan- tekningin. Á Vatnsorkudeild hefur þekkingunni vissulega fleygt fram á undanfömum árum þrátt fyrir samdrátt í fjárveitingum. Ég held ég halli á engan þótt ég haldi því fram að þessar framfarir eigi að mestu rót sína að rekja til þess frumkvæðis sem sérfræðingar við deildina hafa sýnt í störfum sínum. ■ RANNSÓKNARAÐFERÐIR Flestar rannsóknir fylgja svipuðu mynstri. Fyrst fæðist hugmynd. Þekking, sköpunar- gáfa einstaklingsins og áhrif frá umhverfinu, sem hann hrærist í, ráðu mestu um hug- myndasmíðina. Næst er að fara ofan í saumana á gildi hugmyndarinnar með því að kynna sér sem best prentaðar heimildir um efnið og ræða við starfsfélaga og aðra. Hér er ástæða til að benda á að margt er torskilið í raunvísindum jafnvel þótt fyrir hendi sé ákveðin bak- grunnsþekking. Styrkur þessarar bak- grunnsþekkingar hefur ekki aðeins áhrif á hugmyndasmíðina heldur einnig útfærslu hennar. Reynist úttekl á þeirri þekkingu, sem til staðar er, jákvæð fyrir hugmyndina er næst að gera rannsóknaráætlun. Sú áætlun er í raun alveg sambærileg við hefðbundnar áætlanir um verklegar framkvæmdir. Hún tekur til kostnaðar, tíma, aðstöðu, mannafla og framkvæmdar. Þó er eitt atriði frábrugðið. Samkvæmt eðli rannsókna er óvissa fyrir hendi um árangur og ekki vitað hvernig afurðin verður. Þetta leiðir til þess að áætlanir taka oftast mið af því að leggja ákveðið fé og vinnu í gagnasöfnun og mælingar en endar eru í raun lausir hvað varðar tímann og túlkun gagna. 133

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.