Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 82

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 82
Eldgosið við Leiðólfsfell Leiðrétting Síðsumars 1996 var mér bent á (Jón Jónsson 1997) að ég hefði ranglega tíma- sett gosið við Leiðólfsfell og að það hefði orðið síðar en gosið mikla í Oræfajökli 1362 en ekki löngu fyrr eins og ég hafði talið. Þetta voru kærkomnar upplýsingar sem ég nýtti mér við athuganir á staðnum degi síðar og gat þá slegið föstu að rétt væri. Þetta var því verðmætari upplýsing, þar sem með henni er staðfest að C14 -aldurs- ákvörðun sú sem ég hafði rengt stóðst í öllum greinum. Jafnframt fékkst út úr þessum athugunum betri tímasetning á því mikla öskulagi sem ranglega hafði verið eignað gosinu við Leiðólfsfell. Þar með fékkst ný og betri tímasetning á gosið í Eldgjá, en til þessa hefur nú um 100 ára skeið verið bjargast við tilgátu Þorvaldar Thor- oddsen (1893) sem raunar er byggð á næsta þjóðsagnakenndri frásögn Landnámabókar. Verður því nú talið að það hafi Eldgjárgos verið sem með „of miklu öskufalli" eyddi byggð í Tólfahring og er það raunar, almennt séð, öllu sennilegra. Þær aldursákvarðanir sem nú liggja fyrir varðandi gosið við Leiðólfsfell og ekki hafa verið birtar eru þessar: U-6226 360 m 55 C14 ár B.P. (þ.e. fyrir 1950). UtC 526 330 m 70 C14 ár B.P. (þ.e. fyrir 1950). Af þessu má ráða að gosið við Leiðólfsfell hefur orðið um 1600 e.Kr. Nánari tíma- setning bíður síns tíma. Sú tímasetning atvika á þessu svæði sem nú liggur fyrir, verður því á þessa leið: Gosið við Leiðólfsfell um 1600 Öræfajökulsgosið 1362 Gráa öskulagið er frá um 1242 Eldgjárgosið um 1112 Öræfajökulsgosið er sögulega staðfest. Gráa öskulagið var aldursákvarðað í Ut- recht í Hollandi og gefið upp: UtC 527- 780 m 80 C14 ár B.P. eða 1180-1280. Sigurður Þórarinsson (1981) taldi líkleg- ast að það væri frá því um 1245. Mín niðurstaða var, út frá mælingum á þykknun jarðvegslaga (öskulaga) frá Öræfajökuls- öskulaginu niður að gráa öskulaginu, að það væri frá því um 1242. Niðurstöður okkar Sigurðar liggja því innan þeirra skekkjumarka sem gefin eru upp fyrir C14- aldursákvarðanirnar. Ljóst er að Leiðólfsfellseldstöðin tilheyrir Skaftárelda-Grímsvatna-kerfinu en einkenn- andi fyrir gosið við Leiðólfsfell virðast m.a. vera þau súru (líparít) vikurkorn sem þar koma fyrir í öskunni en eru meira áberandi í öskuflóðinu (Jón Jónsson 1997). Þau gætu auðveldað að finna það og þekkja í jarðvegssniðum í Skaftártungu og á vestanverðri Síðu. Heimildir: Jón Jónsson 1997. Rangt og rétt við Leiðólfsfell. Dagskráin, Selfossi, 3. júlí. Jón Jónson 1996. Eldgosið við Leiðólfs- fell. Náttúrufræðingurinn 65. Bls. 88. Sigurður Þórarinsson 1981. Bjarnagarður. Árbók Hins ísl. fornleifafélags. Bls. 27. Þorvaldur Thoroddsson 1893. Ferð um Vestur-Skaftafellsýslu sumarið 1893. Andvari XIX. 87-88. Jón Jónsson, jarðfrœóingur 144
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.