Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 82
Eldgosið við Leiðólfsfell
Leiðrétting
Síðsumars 1996 var mér bent á (Jón
Jónsson 1997) að ég hefði ranglega tíma-
sett gosið við Leiðólfsfell og að það hefði
orðið síðar en gosið mikla í Oræfajökli
1362 en ekki löngu fyrr eins og ég hafði
talið. Þetta voru kærkomnar upplýsingar
sem ég nýtti mér við athuganir á staðnum
degi síðar og gat þá slegið föstu að rétt
væri. Þetta var því verðmætari upplýsing,
þar sem með henni er staðfest að C14 -aldurs-
ákvörðun sú sem ég hafði rengt stóðst í
öllum greinum. Jafnframt fékkst út úr
þessum athugunum betri tímasetning á því
mikla öskulagi sem ranglega hafði verið
eignað gosinu við Leiðólfsfell. Þar með
fékkst ný og betri tímasetning á gosið í
Eldgjá, en til þessa hefur nú um 100 ára skeið
verið bjargast við tilgátu Þorvaldar Thor-
oddsen (1893) sem raunar er byggð á næsta
þjóðsagnakenndri frásögn Landnámabókar.
Verður því nú talið að það hafi Eldgjárgos
verið sem með „of miklu öskufalli" eyddi
byggð í Tólfahring og er það raunar,
almennt séð, öllu sennilegra.
Þær aldursákvarðanir sem nú liggja fyrir
varðandi gosið við Leiðólfsfell og ekki
hafa verið birtar eru þessar:
U-6226 360 m 55 C14 ár B.P. (þ.e. fyrir
1950).
UtC 526 330 m 70 C14 ár B.P. (þ.e. fyrir
1950).
Af þessu má ráða að gosið við Leiðólfsfell
hefur orðið um 1600 e.Kr. Nánari tíma-
setning bíður síns tíma.
Sú tímasetning atvika á þessu svæði sem
nú liggur fyrir, verður því á þessa leið:
Gosið við Leiðólfsfell um 1600
Öræfajökulsgosið 1362
Gráa öskulagið er frá um 1242
Eldgjárgosið um 1112
Öræfajökulsgosið er sögulega staðfest.
Gráa öskulagið var aldursákvarðað í Ut-
recht í Hollandi og gefið upp: UtC 527-
780 m 80 C14 ár B.P. eða 1180-1280.
Sigurður Þórarinsson (1981) taldi líkleg-
ast að það væri frá því um 1245. Mín
niðurstaða var, út frá mælingum á þykknun
jarðvegslaga (öskulaga) frá Öræfajökuls-
öskulaginu niður að gráa öskulaginu, að
það væri frá því um 1242. Niðurstöður
okkar Sigurðar liggja því innan þeirra
skekkjumarka sem gefin eru upp fyrir C14-
aldursákvarðanirnar.
Ljóst er að Leiðólfsfellseldstöðin tilheyrir
Skaftárelda-Grímsvatna-kerfinu en einkenn-
andi fyrir gosið við Leiðólfsfell virðast m.a.
vera þau súru (líparít) vikurkorn sem þar
koma fyrir í öskunni en eru meira áberandi í
öskuflóðinu (Jón Jónsson 1997). Þau gætu
auðveldað að finna það og þekkja í
jarðvegssniðum í Skaftártungu og á
vestanverðri Síðu.
Heimildir:
Jón Jónsson 1997. Rangt og rétt við
Leiðólfsfell. Dagskráin, Selfossi, 3. júlí.
Jón Jónson 1996. Eldgosið við Leiðólfs-
fell. Náttúrufræðingurinn 65. Bls. 88.
Sigurður Þórarinsson 1981. Bjarnagarður.
Árbók Hins ísl. fornleifafélags. Bls. 27.
Þorvaldur Thoroddsson 1893. Ferð um
Vestur-Skaftafellsýslu sumarið 1893.
Andvari XIX. 87-88.
Jón Jónsson, jarðfrœóingur
144