Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 84

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 84
Fréttir ERFÐAEFNI ÚR NEANDERDALSMÖNNUM? Ljóst er að neanderdalsmenn og menn með nútímasniði voru lengi uppi samtímis, allt þar til neanderdalsmenn dóu út fyrir einum 30.000 árum. En menn greinir á um hvernig samband þeirra hafi verið, hvort þeir hafi æxlast innbyrðis og við höfum þá eitthvað af erfðaefni neanderdalsmanna í okkur, eða hvort einu samskipti tegundanna hafi verið barátta um fæðu og lífsrými og neanderdalsmenn að lokum látið í minni pokann. Dr. Svante Páabo og samstarfsmenn hans við Háskólann í Múnchen greindu frá því í júlí sl. að þeim hefði tekist að einangra erfðaefni úr handleggjarbeini neanderdalsmanns sem lifði fyrir allt að 100.000 árum. Samanburður á DNA úr hvatberum í frumum þessa forna sýnis og samsvarandi DNA úr hvatberum nútímamanna bendir til þess að tegundirnar hafi verið mun fjarskyldari en áður var talið og að kynblöndun hafi verið óhugsandi. Páábo telur að leiðir Homo neanderthalensis og H. sapiens hafi skilið fyrir meira en hálfri milljón ára og afkomendurnir síðan aldrei blandast. Allt væri þetta gott og blessað ef ekki kæmi til vantrú manna á að erfðaefni geti varðveist svona lengi. Fyrir rúmum áratug kom fram ný tækni, „keðjuverkandi fjölliðun“ (PCR), sem gerði lífefnafræðingum kleift að fjölfalda DNA-sameindir og framleiða með því úr örlitlum sýnum nægilegt magn til efnagreiningar. Brátt fóru menn að leita að erfðaefni úr leifum löngu dauðra lífvera með þessari aðferð. Fyrst var tilkynnt um DNA úr nærri 2500 ára egypskri múmfu. Svo birtust skýrslur um erfðaefni úr útdauðu risaletidýri er lil'ði í S-Ameríku fyrir 13.000 árum og loðfíl sem varðveist hafði í síífera Síberíu ein 40.000 ár. Enn færðu fræðimennirnir sig upp á skaftið og greindu frá DNA úr 17 milljón ára magnólíutré frá Idaho. Skordýr varðveitast vel í rafi og úr slíkum leifum var talið að fengist hefði DNA úr termíta (25 milljón ára), býflugu (40 milljón ára) og ranabjöllu (130 milljón ára). (Minna má á að hin fræga vísindaskáldsaga Michaels Crichtons, „Júragarðurinn“, er samin út frá hugmyndum um endurvinnslu risaeðlugena úr gömum skorkvikinda sem sugu blóð úr eðlunum og létu svo lífið í trjákvoðu er harðnaði og varð að rafi!) Um miðjan þennan áratug var tilkynnt um DNA úr 80 milljón ára risaeðlubeinum en þá vom menn famir að vefengja þessar uppgötvanir. Nú er ljóst að DNA geymist ekki í milljónir ára í dauðum sýnum. Mögnunartæknin sem vísindamenn beita er svo öflug að hún fjölfaldar allt DNA sem við sýnið loðir, jafnt nýtt sem fomt. Menn fór að gmna að þeir hefðu allan tímann eða lengst af verið að einangra aðkomuefni, yfirleitt erfðaefni manna sem farið hefðu höndum um sýnin, svo sem úrfingrafömm þeirra. Sumir ganga svo langt að staðhæfa að með ólíkindum sé að jarðsögulega fomt erfðaefni hafi geymst í nokkmm þeim sýnum sem til þessa hafa verið greind. Aðrir telja ekki hægt að alhæfa neitt þótt sumum verði á í messunni og rannsóknir á DNA úr nokkurra alda eða árþúsunda gömlum sýnum geti veitt veigamiklar upplýsingar um þróun lífsins ef þess sé gætt að sýnin séu ómenguð. I ljósi þessara gmnsemda telja sumir að 100.000 ára leifar neanderdalsmanna séu fullgamlar til 146

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.