Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 85

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 85
þess að ætla megi að í þeim hafi geymst DNA. En Paabo og menn hans hafa unnið verkið vel, gætt fyllsta hreinlætis og annarrar vaníðar við sýnatökuna og látið óháða rannsóknastofu endurtaka greininguna. Margir fræðimenn sjá þess vegna ekki ástæðu til að draga niðurstöðurnar í efa. Einn þeirra, Tomas Lindahl við Imperial Cancer Research Fund á Bretlandi, hefur lýst ýmsar staðhæf- ingar um erfðaefni í fomum steingervingum markleysu. Hann telur samt greininguna á DNA úr neanderdalsbeinunum „tímamótauppgötvun... og mesta afrek sem til þessa hefur verið unnið á sviði rannsókna á fomu DNA“. Time, 21. júlíl 997, bls. 78; New Scientist, 18. október 1997, bls. 42-43. SKOTTULÆKNING SKIKKANLEG VÍSINDI? Ýmsar aðferðir við alþýðulækningar hafa hlotið viðurkenningu læknavísindanna. Má þar nefna víðibörk sern indíánar gáfu við malaríu og reyndist síðar hafa að geynta virkt lyf, kínín; myglu sem lögð var á sár löngu áður en Fleming uppgötvaði penisillínið; og kælingu, íslenska alþýðumeðferð við bruna sem Ófeigur J. Ófeigsson læknir innleiddi í hefðbundna læknis- fræði. Aðrar fornar aðferðir munu seint öðlast gæðastimpil læknavísindanna, til dæntis blóðtaka með blóðsugu eða rakhníf bartskera við hvers kyns kvillum, ellegar hitun og kæling á víxl með því að vefja sjúklinginn í teppi og dýfa honum þess á milli í kalt vatn til að lækna kóleru eða geðveiki. Ýmsar „óhefðbundnar“ eða „annars konar“ lækningaaðferðir („skottulækningar") sem vestræn læknavísindi viðurkenna ekki, njóta samt verulegra vinsælda. Bandaríkjamenn vörðu til dæmis árið 1990, síðasta árið sem skýrslur ná til, um 13,7 milljörðum dala í meðferð og Iyf af þessu tagi. Stjórnvöld þar í landi stofnuðu fyrir nokkrum áruni deild (Office of Alternative Medicine) innan Heilbrigðisstofnana rtkisins (National Institutes of Health) er fjalla skyldi unt óhefðbundnar lækningar. Ágreiningur er um störf deildarinnar. Sumir telja að hún ætti að njóta meiri virðingar en nú er. Aðrir halda því fram að hún hampi aðferðum og lyfjum sem ekki styðjist við vísindaleg rök. Eitt þeirra umdeildu sviða sem deildin hefur fjallað um er nálastunga, aðferð sem Kínverjar hafa lengi beitt gegn margs konar kvillum. Sú skoðun er allútbreidd á Vesturlöndum að lækning sern ntargir þykjast fá af nálastungu stafi af sjálfsefjun eða íntyndun (þóknunaráhrif, placebo). Þegar prófuð eru áhrif einhverrar meðferðar á sjúklinga er algengt að sumir sem taka þátt í tilrauninni fái meðferðina en aðrir gagnslausa meðferð. Þetta er auðvelt þegar Iyf eiga í hlut því sjúklingarnir vita ekki (og þeir sem lyfin gefa og mæla árangur stundum ekki heldur) hverjir fá virk lyf og hverjir óvirk þóknunarlyf. En ekki fer milli mála hvort raðað er í húð manns nálumeða ekki. Vinnuhópur undir stjórn Davids Ramsay, sálfræðings og rektors Marylandháskóla í Balti- more, sem rannsakað hefur nálastungulækningar á vegunt Heilbrigðisstofnananna, reyndi með ýmsu móti að komast framhjá þessurn vanda. í skýrslu hópsins, sent birt var snemma í 147

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.