Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 90

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 90
Tegundavalið er miðað við að gefa eins konar þverskurð af stórsveppaflóru lands- ins. Þar er um að ræða algengar og nokkuð áberandi tegundir, sérstaklega matsveppi og eitraða sveppi. Þó eru aðeins um 15 tegundir í bókinni taldar góðir matsveppir og um 5 tegundir eitraðar. Hinir 2/3 sveppanna í bókinni hafa ekkert slíkt gildi. Næstum allar sveppategundir í bókinni fínnast einnig hér á landi, svo raunar getum við haft töluvert gagn af þessari grænlensku sveppabók. Nokkrar tegundir í bókinni hafa enn ekki fengið endanleg vísindaleg nöfn. I fremri hluta bókarinnar eru nokkrir inngangskaflar til kynningar á stórsveppum og lifnaðarháttum þeirra, vaxtarstöðum, útbreiðslu, matsveppum, eitursveppum o.fl., eins og títt er í sveppabókum fyrir almenning. Að lokum er svo stutt yfirlit um ýmsar tegundir sem ekki er lýst í bókinni, raðað eftir gróðurlendum. Bókin er 112 bls. í meðalstóru broti, heft í glanskápu og er vönduð í alla staði. Sem útlendingur sakna ég þess að ekki er kort af Grænlandi í bókinni, þar sem gjarnan hefði mátt merkja inn loftslagsbeltin, helstu söfnunarstaði sveppanna o.fl. Þá hefðu nánari upplýsingar um sveppamyndirnar, t.d. hvar þær eru teknar og á hvaða tíma, gefið bókinn aukið fræðilegt gildi. Þá hefði verið gaman að fregna eitthvað af viðhorfi innfæddra Grænlendinga til sveppa og sveppaneyslu og hafa grænlensk tegundanöfn þar sem þau eru til. Að því hlýtur að koma að ritað verði um sveppa- fræði og aðrar vísindagreinar á grænlenska tungu, þó að danskan sé enn hið opinbera mál sem allir skilja, sbr. færeysku sveppa- bókina hér á eftir. Fgroyskir Soppar Jens H. Petersen, Erik Rald og Jan Vesterholt. Týðing: Jóhannes Jóhansen. Fproya Skúlabókagrunnur og Fproya Náttúrugripasavn. Tórshavn, 1994. Þetta litla og snotra sveppakver samsvarar að ýmsu leyti grænlensku sveppabókinni sem fyrr var getið og hefur á sama hátt sprottið upp úr samstarfi færeyska grasa- fræðingsins Jóhannesar Jóhansen, sem er forstöðumaður Náttúrugripasafns Færeyja í Þórshöfn, við nokkra danska sveppa- fræðinga sem rannsökuðu sveppallóru landsins árin 1988, 1989 og 1992 að frum- kvæði safnsins. Rannsóknir þeirra Dananna leiddu í ljós fjölda tegunda sem ekki voru áður þekktar frá Færeyjum en mikill hluti þeirra hefur flust til eyjanna með erlendum trjám sem þar hefur verið plantað, m.a. hafa nokkrar legundir komið með beykitegund sem flutl var þangað alla leið frá Eldlandi í S-Ameríku. Samkvæmt þessari bók hafa um 200 sveppategundir fundist í skógræktarreitum á eyjunum. Bókin inniheldur lýsingar og ljósmyndir í litum af 64 færeyskum stórsveppum en öfugt við grænlensku sveppabókina eru lit- myndir á heilum síðum en tegundalýsing o.fl. á sömu opnu á móti, enda er bókin löguð eftirþví (13 sm á hæð og 17 sm breið). Myndirnar eru yfirleitt góðar og vel prent- aðar, allar teknar á vaxtarstöðum úti í náttúr- unni. Danirnir hafa lagt til myndirnar í sam- einingu og eru þær ekki höfundamerktar og engin skrá yfír þær í bókinni. Þeir hafa einnig skrifað tegundalýsingarnar sem Jóhannes þýddi síðan á færeysku. Getur hann þess í formála að þetta sé það fyrsta sem ritað er fræðilega um sveppi á þeirri tungu og þurfti því að búa til fjölda nýyrða til að lýsa þeim, svo og færeysk nöfn á næstum allar tegund- irnar í bókinni. Hér er því um algert braut- ryðjendastarf að ræða. Gaman er að bera saman íslensk og fær- eysk íðorð. Ekkert gamalt heildarheiti var til yfir sveppi á færeysku, nema hundalcmd (hundahland), en nokkuð er síðan menn fóru að kalla þá soppa sem er gamalt norrænt orð (soppur) yfir bolta eða knetti og sama heiti er tíðast notað um sveppi í norsku. (Islenska heitið sveppur og danska svamp eru af sama stofni.) 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.