Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 22

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 22
4. mynd. Vattardalsá, dragá í Vattarfirði í A-Barðastrandarsýslu. Áreyrarnar benda til að rennsli árinnar sé óstöðugt. í baksýn erfjöllótt vatnasviðið. - The direct run-off river Vattardalsá in the Westfjord district. The gravel banks indicate unstable discharge. The mountain- ous catchment in the background. Ljósm./photo Gísli Már Gíslason. er lítið og þær eru því einkennandi á tert- íerum og árkvarterum berggrunni, einkum þar sem brattlent er, svo sem á Austfjörðum, Vestfjörðum og hálendinu milli Skjálfanda og Skagafjarðar (4. mynd). Á láglendi og grónum heiðum, þ.e. á fremur flötu landi, þar sem áhrifa gætir frá lausum jarðlögum, jarðvegi og stöðuvötnum, dregur oft mikið úr áhrifum hins þétta berggrunns á rennslið. Dragár verða oft foráttuvatnsföll í leysing- um á vorin en geta orðið mjög vatnslitlar á þurrkatímunr og að vetrinum í langvarandi frostum. Vegna mikilla rennslissveiflna má búast við því að boln dragáa sé fremur óstöðugt búsvæði. Lindár eru algengastar á jöðrum hins leka berggrunns gosbelta á móbergs- og grágrýtissvæðum (5. og 6. mynd). Oft má rekja upptök þeirra til sprungukerfa (Freysteinn Sigurðsson og Kristinn Einarsson 1988, Freysteinn Sigurðsson 1990). Botn lindáa er mun stöðugra búsvæði en botn jökuláa og dragáa. Rennsli lindáa tekur yfirleitt litlum breytingum milli árstíða og ára, en þó er ekki óalgengt að langtímabreyt- ingar á árs- meðalrennsli séu um 20% (Árni Snorrason 1990). Leysingaflóð á vorin og fyrri hluta sumars eru einkennandi fyrir dragár en eru einnig mikil- væg í öllum öðrum vatns- föllum. Stærð vatnasviðs og snjóalög ákvarða umfang og tíma þeirra, og ráða þar mestu land- hæð og hvort árnar eru sunnan eða norðan heiða. ■ EFNAINNIHALD EfNASTYRKUR í ÚRKOMU Úrkoma sem fellur á landið er almennt fremur efnasnauð. Leiðni er mælikvarði á jónstyrk vatnsins; því hærri sem jónstyrkur er þeim mun betur leiðir vatnið rafstraum. Mælingar á leiðni (pS/cm) vatns er handhæg og ódýr aðferð til að nreta heildarmagn uppleystra efna. Sigurður Guðjónsson (1990) lýsir þessu sambandi, samkvæmt mælingum í 53 straumvötnum, með líkingunni Leiðni (pS/cm) = -1,69 + 1,51 (mg/1) Uppleyst efni(mg/l) = 1,08 + 0,64 pS/cm) r = 0,89; p<0,001 (mjög marktæk fylgni). Mælingarnar spanna vítt svið í efnastyrk, eða u.þ.b. 20-110 mg/1, og virðast leiðni- mælingar gera uppleystum efnunr í yfir- borðsvatni góð skil óháð uppruna þess. Á fjalllendi inn af Suðurfjörðum Aust- fjarða hefur leiðni í vatnslöllum mælst allt niður í 12 pS/cm nærri upptökum en 20-30 pS/cm í sömu ám á láglendi (Hákon 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.