Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 25

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 25
Gróið land á vatnasviði - Vegetation coverin the catchment areas (km2) 7. mynd. Nokkrar mælingar á leiðni í ám á Austfjörðum í september 1995 bornar saman við flatarmál gróður- lenda, þ.e. vel gróins lands. - Comparison ofconductiv- ity at different sampling stations in rivers in Eastern Iceland and their vegatation cover. loftmettað úrkomuvatn sem er látið hvarfast við basalt skamman tíma að hækka pH-gildi sitt úr 5,6 í um 7 (Sigurður R. Gíslason og H. P. Eugster 1987a). Hliðstæð efnahvörf eiga sér stað þegar hið efnasnauða úrkomuvatn hripar niður í gegnum gróðursvörð og jarðveginn undir honum, þar sem það tekur upp koldíoxíð og myndar kolsýru. Þegar vatnið síðan heldur áfram um jarðveg og berglög á leið sinni til yfirborðsins aftur, skiptir það út vetnisjónum kolsýrunnar á móti steinefnum, pH hækkar og sömu- leiðis steinefnastyrkur. Mælingar á leiðni í nokkrum ám á Austfjörðum sýna þetta glöggt. Styrkur steinefna í vatninu hækk- ar eftir því sem fjær dregur upp- tökum og gróður eykst. Mjög marktæk fylgni var milli leiðni og flatarmáls gróins lands, þ.e. lands þar sem gróður þakti a.m.k. 50% svæðisins (7. mynd, I. tafla), (r2 = 0,516, frítala = 9, P = 0,00193). Aftur ámóti varekki fylgni milli leiðni og stærðar vatnasviðsins (r2 = 0,044, frítala = 9, P = 0,903), sem gefur til kynna þátt jarðvegs og gróðurfars í að losa steinefni í árnar. Hliðstætt samband og lýst er í 1. töflu og á 7. mynd má greinilega merkja af samanburði á koldíoxíðstyrk, pH og leiðni í ám á Héraði, eftir því hvort aðrennslið er upprunnið í fjalllendi eða á heiðum og láglendi, samkvæmt mælingum í ágúst 1980. Styrkur koldíoxíðs hækkar úr 5-10 mg/1 í árvatni af fjalllendi í 20-50 mg/1 í árvatni af heiðum og láglendi, pH úr 6,9-7,1 í 7,4—7,8 og leiðni úr um 20 í 50-125 pS/cm. Náið samband er milli hækkandi styrks kolefnisjóna og leiðni (Hákon Aðalsteinsson 1982). Fyrr á vorin má búast við enn lægri pH-gildum á meðan LandsvæðiMré>a Dags .IDate 1974 pH Leiðni/ Conductivity Vestfi rði r/ Westfjords: Breiðadalsá 21.08. 5,8-6,8 51-69 Ár á Barðaströnd 18.-19.08. 7,3-7,5 38-48 Dynjandisá á Glámu 19.08. 7,2 27 Austfirðir/Aa.vt: Bakkaá, Borgarfirði 21.05. 6,8 40 Grímsáá Völlum 21.05. 6,7 40 Eskitjarðará 22.05. 6,1 Norðfjarðará 22.05. 6,2 Tafla 2. Nokkrar mælingar á pH og leiðni (pS/cm) í ám á Vestfjörðum og Austfjörðum. - pH and specific con- ductivity (pS/cm) in rivers in the Westfjords and the East. 103

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.