Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 29
10. mynd. Tengsl laxagengdar í ár (meðalveiði 1974—1994) og megineinkenna í gerð vatnasviðs þeirra. Ar í flokki A koma iir stöðuvötnum og afvel grónu landi; ár íflokki B afvel grónu landi og ár í flokki C koma af gróðursnauðu landi. - Relationship hetween average salmon catches 1974-1994 and size of catchment areas. Group A: filled circles: rivers originating from lakes in well-vegetated areas, r = 0.510, df= 22, P < 0.001; Group B: open squares: run-off rivers origi- nating in well-vegetated areas, f = 0.553, df = 29, P < 0.001; Group C: filled triangles: rivers originating in poorly veg- etated areas at high altitude, f = 0.012, df = 12, P > 0.05. sambönd kemur í veg fyrir að þau nái þeim styrk í upp- lausn að þau valdi eitrun. í tilraunum þar sem líkt var eftir aðstæðum í straum- vötnum, og notað var annars vegar hreint vatn með upplausn helstu næring- arefna og hins vegar skólp með tilsvarandi styrk nær- ingarefna, sýndi það sig að lífræni þátturinn skipti sköpum fyrir vöxt og við- gang þörunga (Wuhrmann 1974). Þetta markar einnig mikil- vægan mun á stöðuvötnum og straumvötnum. Stöðu- vötn eru lokuð vistkerfi í samanburði við straum- vötn, með reglulegri hring- rás lífrænna og ólífrænna efna, en straumvötnin eru opin vistkerfi, sem eru háð stöðugum aðburði efna. Lfta má á straumvatn í heild sem opið vistkerfi, einkum næst upptökum. Þegar neðar dregur í á, ákvarðast lífríkið af því sem gerist ofar. Þótt lítið sé af utanaðkomandi aðburði lífrænna efna í sum straumvötn framleiða þau sín eigin efni sem losna og flytjast niður eftir ánni og verka auðgandi þar. Framleiðniforsendur straumvatna eru þannig mismunandi. Sum straumvötn hafa frá upphafi allar forsendur til lífrænnar framleiðslu en aðrar ár þurfa að búa þær til eða eru háðar aðburði vaxtarhvetjandi efna þegar þær koma niður á láglendi (Vannote o.fl. 1980). Líta verður á næringarefnaaðburð frá víðu sjónarhorni, þ.e. skoða bæði næringarsölt og lífræn efni af fjölbreyttum toga. Að- rennslissvæði straumvatna er mikilvægt vegna áhrifa þess á rennsliseiginleika þeirra og ekki síður vegna áhrifa þess á lífræna framleiðslu. Fyrir þá þætti sem hér eru til um- ræðu skipta þekja og gróska gróðurs og vötn á aðrennslissvæðinu meira máli en hugsanlegur mismunur á jarðgerð. Gróður- far hefur áhrif á styrk uppleystra efna í vatni sem leitar í gegnum gróður og jarðveg niður í jarðvatn og síðar grunnvatn. Bæði styrkist það af steinefnum og svo ýmsum lífrænum efnum sem berast með því í næstu á. Því er líklegt að í dragám fari saman hár styrkur uppleystra ólífrænna og lífrænna efna. Ymislegt gæti truflað þetta samband, og þá helst það að drög sem koma af vatnasvæð- um eða einstaka stöðuvötnum geta tekið til sín rnikið af uppleystum lífrænum efnum án þess að það hafi samsvarandi áhrif á styrk ólífrænna efna. Vegna mikilvægis ýmissa lífrænna efnasambanda fyrir vöxt gróðurs og með tilliti til uppruna slíkra efna, virðist líklegt að lindár nærri upptökum sínum og dragár af fjalllendi séu fremur fátækar af slíkum efnum og séu því nteð svipað lífmagn. Tengsl lífmagns og vatnasviðs voru prófuð með því að bera saman afrakstur áa og megineinkenni í gerð þeirra. Þekkt er að 107

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.