Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 38
3. mynd. Samband milli klórs (Cl) og bórs (B) í vatni af lághitasvœðum á Islandi. Punktarnir svara til kalds vatns en hringirnir til jarðhitavatns. Gráu línurnar sýna hvernig Cl/B-hlutfallið breytist með styrk Cl þegar kait vatn sígur niður t berggrunninn og tekur þessi efni í sig úr berginu. Gráa línan til vinstri svarar til þess að upphaflegur styrkur Cl í úrkomunni hafi verið 5 ppm en slitna línan til hœgri að þessi styrkur haft verið 15 ppm. Eins og sjá má af dreifingu punktanna á myndinni er styrkur Cl í úrkomu oftast á bilinu 5 til 15 ppm. Heildregna bogna línan á línuritinu sýnir samband Cl/B-hlutfalls við styrk Cl í ferskvatni þegar það blandast sjó. Gert er ráð fyrir að ferskvatnið innihaldi 25 ppm Cl fyrir blöndun við sjó og að CI/B-hlutfall þess sé 195. Dreifingu punktanna á myndinni má skýra með því að klór (Cl) og bór (B) í lághitavatni á Islandi sé að hluta upprunnið úr úrkomunni, að hluta úr berginu sem vatnið fer um og stundum að hluta úr sjó sem sigið hefur inn í berggrunninn. Lághitavatn sem inniheldur jarðsjó er aðfinna á svœðum þar sem láglendi er víðáttumikið og var undir sjó í lok ísaldar. gefið þegar tvívetnisstyrkur hennar væ’ri þekktur. En frá því að mælingar hófust að nýju hafa þær verið gerðar bæði á samsætum vetnis og súrefnis í fjölda grunnvatnssýna. Öll gögnin sjást teiknuð upp á 3. mynd í fyrri greininni (Stefán Arnórsson og Arný E. Sveinbjörnsdóttir 1998). Flestum sýnanna, sem skilgreina úrkomulínurnar á áðurnefndri mynd, var safnað á sumrin úr litlum ám eða lækjum. Þar sem búast má við einhverjum árstíðarsveiflum getur þessi söfnunartími útskýrt að einhverju leyti dreifingu gagna á myndinni. Mælingar á stöðugum samsætum vetnis og súrefnis í jarðhitavatni íslensku lághita- svæðanna hafa þar til á síðustu árum verið túlkaðar í samræmi við grunnvatnslíkan Trausta Einarssonar (1942) og Braga Árna- sonar (1976), þ.e. að allt jarðhitavatn sé ættað innan úr landi og hafi hitnað á leið sinni þaðan um dýpri jarðlög að jarðhita- svæðunum. Ef einungis er horft á niður- stöður 8D-mælinga falla þær ágætlega að ofangreindu líkani. Þegar hins vegar 8I80- mælingar voru teknar upp hér á landi varð ljóst að myndin er flóknari en menn höfðu 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.