Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 43

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 43
Mosfellssveit. Tvívetnisaukann má nota til að skipta svœðinu niður í þrjú mismunandi vatnasvið. Súrefnis- og vetnisstyrkur vatnsins er mjög breytilegur og því ekki hœgt að nota hann til að skilgreina fyrrnefnd vatnasvið (Árný E. Sveinbjörnsdóttir 1989). Laugarnesið Jarðhitasvæðið við Laugarnes í Reykjavík liggur í 2-3 milljón ára gömlu bergi við vesturjaðar Viðeyjareldstöðvarinnar. Tví- vetnisstyrkur jarðhitavatns úr þremur holum á svæðinu var mældur á árunum 1960-1966 (Bragi Árnason 1976) og reyndist hann nær eins í öllum holunum, um -65%c. Úrkomu með slíkan tvívetnisstyrk má finna, samkvæmt tvívetniskorti Braga, í gosbeltinu norðan Þingvallavatns og samkvæmt hefðbundinni túlkun er vatnið ættað úr djúpum grunnvatnsstraumi frá sunnanverðum Langjökli (sjá t.d. Jens Tómasson o.fl. 1976). Nýlegar mælingar benda til þess að í stað gamals grunnvatns, sem upphaflega var í kerfinu, liafi að hluta komið yngra og líklegast staðbundið grunnvatn. Einnig hefur verið sýnt fram á að tvívetnisauki jarðhitavatnsins sé hærri en hann mælist í úrkomu í dag (um 14%o) (6. mynd). Þess vegna teljum við að vatnið hafi lallið sem úrkoma þegar veðurfar var annað en í dag. Stefán Amórsson o.fl. (1991) færa rök fyrir því að aðrennsli jarðhitavatns í Laugarnes- kerfið sé úr suðvestri eftir Krísuvíkur- sprungureininni og að hitagjafinn sé heitt berg í rótum jarðhitakerfisins. Vegna hins háa tvívetnisauka sent mælst hefur í jarðhitavatninu og þeirrar túlkunar að það bendi til þess að vatnið hafi fallið sem úrkoma við önnur veðurfarsskilyrði en nú ríkja, telja þeir sig geta horft fram hjá tví- vetniskorti Braga Árnasonar, sem sýnir mjög frábrugðinn tvívetnisstyrk í úrkomu á Reykjanesi í dag annars vegar og í jarð- hitavatni Laugarnessvæðisins hins vegar. SUÐURLANDSUNDIRLENDIÐ Lághitasvæðin á Suðurlandi liggja í bergi frá kvarter-tímabilinu, austan við vestara gos- beltið. Ummerki um jarðhita má sjá á yfir- 121

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.