Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 44

Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 44
borði á allstóru svæði (1500 km2) og heildar- rennsli frá hverum hefur verið metið allt að 4001/s (Lúðvík Georgsson o.fl. 1988). Tugir borhola eru á svæðinu. Hæsti mældi hiti í borholu er nálægt 160°C. Bæði súrefnis-18- og tvívetnisstyrkur jarðhitavatnsins er venjulega lægri (hærri mínustala) en mælist í köldum uppsprettum og yfirborðsvatni á svæðinu. Samkvæmt hefðbundinni túlkun þýðir það að jarð- hitavatnið eigi uppruna sinn að rekja til úr- komu sem fallið hefur á hálendið. I jarð- hitakerfunum finnist þannig vatn sent borist hafi með djúpum grunnvatnsstraumi frá hálendinu og til sjávar (Bragi Árnason 1976, 1977). Þegar tvívetnis- og klórgögn af Suðurlandsundirlendinu eru túlkuð saman sést að þessi mynd af grunnvatnsstreymi stenst ekki. Töluverð súrefnissamsætuskipti hafa átt sér stað milli bergs og heitasta jarðhita- vatnsins og mælast skiptin þvf meiri sem vatnið er heitara. Samsætuskiptin eru mesl þar sem heitt vatn er jafnframt auðugt af koltvísýringi. 1 sumum jarðhitakerfanna, þar sem jarðhitavatnið er salt, hafa umtalsverð súrefnissamsætuskipti átt sér stað, enda þótt hitastigið sé einungis um 50°C. Stefán Arnórsson o.fl. (1993) hafa bent á að Cl/B- hlutfall jarðhitavatns á Suðurlandi bendi til þess að í sumum kerfanna sé að fínna blöndu af ferskvatni og sjó. Sjávarblöndun og mikil súrefnissamsætuskipti milli bergs og vatns mælast mest í borholum þar sem engin yfirborðseinkenni um jarðhita finnast. Það gæti bent til þess að þar hafi jarðhitavatnið dvalið lengi í jarðlögum neðanjarðar. I jarðhitavatni Suðurlandsundirlendisins er fylgni milli seltu vatnsins og vetnissam- sætna, þannig að eftir því sem seltan er meiri því lægra (hærri mínustala) er vetnisgildið (4. mynd). Þessa fylgni má útskýra með því að jarðhitavatnið sé blanda af sjó, sem hripaði niður í berggrunn Suðurlands- undirlendisins í lok síðustu ísaldar fyrir um 10.000 árum (en á þeim tíma var það að mestu hulið sjó), og úrkomu og/eða jökulbráð frá sama líma. Úrkoma þess tíma og jökulís voru snauðari af tvívetni en úrkoma í dag vegna þess hve veðurfar var kalt. Með tímanum hefur þetta gamla sjávarblandaða ísaldar- vatn blandast yngra og þyngra grunnvatni. Þar sem grunnvatnsstreymi er mikið hefur yngra grunnvatn algerlega komið í stað þess gamla, en á stöðum þar sem flatlendi er víðáttumikið og streymi vatns í berggrunni því hægt, er grunnvatnið enn að hluta til frá lokum ísaldar og þar af leiðandi salt og snautt af tvívetni. ÍSETT KENNIEFNI Könnun á grunnvatnsrennsli með ísettum kenniefnum (ferlunarprófun) hefur verið gerð á nokkrum jarðhitasvæðum hér á landi og víða erlendis. Árið 1982 var gerð ferlunarprófun í Svartsengi sem stóð í 70 daga (Jón Steinar Guðmundsson 1983). Ferskvatni var dælt niður í holu sem hafði verið boruð sérstak- lega sem niðurdælingarhola til að farga affallsvatni frá orkuverinu. Svörun kom fram 55 mínútum eftir að niðurdæling hófst í holu sem er tæplega 300 m austan niðurdælingar- holunnar en fjórurn og sjö dögum seinna í tveimur öðrum holum sem eru álíka langt frá niðurdælingarholunni til suðurs og suð- vesturs. Þessar niðurstöður sýna hratt streymi í jarðhitakerlinu en jafnframt misleita lekt. Tveimur árum síðar var ferlunarpróf endurtekið í Svartsengi (Jón Steinar Guð- mundsson o.fl. 1984). Þá voru tvennskonar kenniefni notuð, kalíumjoðíð og rhódamín- WT. Fyrrnefnda el'nið virðist henta betur í háhita. Gott samband var milli niðurdæl- ingarholunnar og holu 6, sem er um 250 m beint fyrir sunnan, en kenniefnanna varð einnig vart í öðrum vinnsluholum á svæðinu. Hitaveita Egilsstaða og Fella nýtir bor- holur í Urriðavatni, um 5 km fyrir norðvestan byggðina. Á níunda áratugnum varð þess vart að heita vatnið sem dælt var úr holunum hafði kólnað umtalsvert. Með ferlunar- prófun var sýnt fram á að kalt vatn lak niður í jarðhitakerfið. Rennslishraði úr botni Urriðavatns í borholur 4 og 5 var 1,4-4,6 metrar á klukkustund (Jón Benjamínsson 1985). 122
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.