Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 51

Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 51
_ Steindór Steindórsson GRASAFRÆÐINGUR 1902-1997 Steindór Jónas Steindórs- son grasafrœðingur fœddist 12. ágúst 1902 að Möðru- völlum í Hörgárdal. Hann var sonur Kristínar Jóns- dóttur ráðskonu við heima- vist Möðruvallaskóla, og Steindórs Jónassonar versl- unarmarms frá Þrastarhóli. Foreldrar Steindórs voru aldrei í sambúð og lést faðir hans sama ár og Steindór fœddist. Hann átti ættir að rekja til Skagafjarðar langt aftur, en móðurœtt Steindórs var mestmegnis úr Hörgárdal og Eyjafirði. Sama sumar og Steindór fæddist brann Möðruvallaskóli og var hann síðar endurbyggður á Akureyri. í framhaldi af því flutti móðir hans frá Möðruvöllum að Hlöðum í Hörgárdal með son sinn tœpra þriggja ára, þarsem hann síðan ólst upp á sveitaheimili við almenn sveitastörf. Námsferill Steindór lauk prófi frá Gagnfrœðaskóla Akureyrar 1922. Stúdentsprófi lauk hann frá Menntaskólanum í Reykjavík, en það nám stundaði hann að miklu leyti utanskóla, árið 1925. Sama ár sigldi hann til Kaupmannahafnar til háskólanáms. Lagði hann stund á nám í grasafrœði, dýrafræði og jarðfrœði á árunum 1925- 1930. Hann varð þó að leggja námið á hilluna allt árið 1929 vegna berkla, og var þá á sjúkrahúsi í Danmörku og síðar á Kristnesi. I ársbyrjun 1930 hvarf hanti aftur til náms og lauk þá prófi í aukagreinunum, dýrafrœði og jarðfrœði. Um haustið 1930 var Steindór settur ketmari við Menntaskólann á Akureyri, sem þá var nýstofnaður. Fjárskortur í kjölfar veikindanna mun hafa valdið því að ekki var fýsilegt fyrir hann að Ijúka námi að svo stöddu, enda var lagt fast að honum að fara í kennarastatfið. Það fór svo að lokum að hann átti ekki afturkvæmt til að Ijúka námi, en var kennari við Menntaskólann á Akureyri í 42 ár, þar af sex síðustu árin skólameistari. Æviferill oc endalok Strax sumarið 1930 hóf Steindór grasa- frœðirannsóknir sínar í Flóanum í því skyni að mæla þær breytingar sem urðu á gróðri þar við áveituframkvœmdir, sem þá voru nýhafnar. Þar með hófst um 40 ára rannsóknaferill Steindórs í grasafrœði sem náði um mest allt landið, bœði hálendi og láglendi. Stundaði hann vettvangsvinnu t grasafræðirannsóknutn á sumrin en úr- vinnslu og margvísleg ritstörf á veturna í hjáverkum frá kennslu. Vikið verður nánar að rannsóknastörfum Steindórs síðar. Ekki lét Steindór þessi tvö ævistörf nægja, heldur tók hann þátt í margs konar félagsstörfum og sat víða í stjórnum. Hann Náttúrufræðingurinn 68 (2), bls. 129-132, 1998. 129
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.