Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 8
4. mynd. Arekstur brots úr halastjömunni Shoemaker-Levy 9 við Júpíter 22. júlí 1994. Galíleó var þar í „stúkusceti“ og náðifjölda mynda og mœlingum af atburðunum. Hér er það brot W sem skellur á reikistjörnunni. Frá fyrstu að síðustu mynd liðu 7 sekúndur og sést árekstrarsprengingin greinilega. Mynd Geimferðastofnun Bandaríkjanna. massi allra smástirnanna er mun minni en venjulegra reikistjarna (heildarmassi þeirra er líklega um 0,04% af massa jarðar). Nú er talið líklegast að smástirnin séu leifar efnisins sem sólkerfið myndaðist úr, en smástirnabeltið liggur á milli brauta Mars og Júpíters, um tvisvar til þrisvar sinnum lengra frá sólinni en jörðin (sjá 2. mynd). Þar hafa nú verið mæidar brautir um 5000 smástirna en talið er að alls séu þau um 100.000, flest smá. Stærsta smástirnið, Seres (Ceres), er tæplega 1000 km í þver- mál en til samanburðar má nefna að þver- mál jarðar er um 13.000 km. Hraðamunur tveggja smástirna er oft um 5 km/s, sem veldur því að þau ná ekki að safnast saman og mynda reikistjörnu. Árekstrar þeirra í milli eru algengir og geta þau þá hrokkið sundur. Sum brotin geta lent á braut um smástirni (t.d. Idu) en önnur dottið inn á við í sólkerfinu og jafnvel endað sem loft- steinar á jörðinni. 1 júlí 1994 var Galíleó eina mælitækið sem sá beint árekstra halastjörnunnar Shoe- maker-Levy 9 við Júpíter (Gunnlaugur Björnsson 1994). Fengust þá m.a. nákvæm- ar mælingar á árekstrartímum halstjörnu- brotanna við reikistjörnuna, einnig á stærð, hitastigi og líftíma eldsúlnanna sem upp stigu. Þá sást einnig vel er efnið sem þeyttist upp úr gufuhvolfi Júpíters við árekstrana féll aftur niður á hvolfið (4. mynd). Galfleó sendi fjölda mynda og mælinga frá árekstrinum til jarðar, en þó varð að „henda” allmiklu af mæligögnum vegna fjarskiptavandamála. Frá því í desember 1994 hefur Galíleó farið í gegnum nokkra „ryk-storma“ á leið sinni til áfangastaðar. Stormar þessir virð- ast koma frá Júpíter, en þeirra hafði áður orðið vart í mælitækjum um borð í geim- flauginni Odysseifi, sem nú gerir rann- sóknir á sólinni. I ágúst 1995 lenti Galíleó í sterkasta storminum til þessa. Mælitæki sýndu þá árekstra 20.000 agna á dag við flaugina, samanborið við u.þ.b. einn slíkan árekstur á þriggja daga fresti. Allmikið af mælingunum á rykinu hefur þegar verið sent til jarðar og eru þau gögn nú í úrvinnslu. ■ Á LEIÐARENDA Þann 13. júlí síðastliðinn var kannanum sleppt frá Galíleó og hann látinn falla í átt að Júpíter. Skömmu síðar voru hreyflar Galíleós ræstir og brautinni breytt lítillega til að hann næði réttri staðsetningu þann 7. desember 1995. Sex stundum áðuren kann- inn nær „yfirborði“ Júpíters, sem hér er skilgreint sem sú hæð þar sem loftþrýsting- urinn jafngildir einni loftþyngd, verða mælitæki kannans ræst. Um kl. 23 að ís- lenskum tíma þann dag mun kanninn svífa í fallhlíf inn í gufuhvolfið og senda gögn í 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.