Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 22
Haeckel bar saman líkams-
gerð manna og mannapa og
komst að því að „margt er líkt
með skyldum“. Hann var
stundum kallaður der Jenaer
Affenprofessor eða „apa-
prófessorinn í Jena“ (1. mynd)
og tók ekki með silkihönskum
á andstæðingum þróunar-
kenningarinnar: „Það er í senn
athyglisvert og lærdómsríkt að
gegn hugmyndinni um náttúr-
lega þróun mannkyns af öpum
snúast einkum þeir sem glögg-
lega hafa minnst fjarlægst
apana um andlegt atgervi."
Darwin bað Haeckel í bréfi
að þjarma ekki um of að and-
stæðingum sínum, það gæti
orðið til þess að lesendur
1. mynd. Apaprófessorinn í Jena, Ernst Haeckel, sést snerust á sveif með þeim: „Þar
hér halda í hendur á beinagrindum gibbonapa og sem þér, kæri prófessor
mannsbarns. (Wendt 1953.) Haeckel, eigið efalaust eftir að
-------- gegna mikilvægu hlutverki
sem vísindamaður, bið ég yður í einlægni,
sem yður eldri maður, að hugleiða þetta.“
Mállausi apamaðurinn
Haeckel taldi að menn ættu eftir að finna
merki um fornan og útdauðan tengilið
manns og apa, hlekk sem vantaði í keðju
þróunar frá apa til manns. Hann hélt að
þessi ímyndaði hlekkur hefði ekki náð
valdi á máli og gaf honum því fræðiheitið
Pithecanthropus alalus, mállausi apa-
maðurinn (2. mynd).
Haeckel áleit að gibbonapar, Hylobates,
væru skyldastir okkur af öpum. Þessari
hugmynd hal'na dýrafræðingar nú á dög-
um, enda eru gibbonar yfirleitt ekki taldir
með mannöpum heldur flokkaðir einir til
sjálfstæðrar ættar, Hylobatidae.
UPPRÉTTI APAMAÐURINN
Hollenskur læknir, Eugéne Dubois (1858-
1940), hreifst af kenningum Haeckels og
ákvað að leita tengiliðar manns og apa þar
sem hans væri helst von, á heimaslóðum
gibbonapanna í Austur-Indíum. Til þess
voru honum hæg heimatökin, því eyjarnar
2. mynd. Mállausi apamaðurinn,
Pithecanthropus alalus. Mynd listamanns,
Gabriels Max, af ímynd Haeckels af foi-
föður manna. (Wendt 1953.)
20