Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 27
■ FAGMANNLEG FÖLSUN? Eftir að flett var ofan af pilt- downmanninum greindu forn- mannfræðingar Bandaríska náttúrugripasafnsins í New York (American Museum of Natural History) frá því að þeir hefðu fyrir tuttugu árum gert sér grein fyrir því að hausinn og kjálkinn heyrðu ekki saman og afsteypa af beinunum í safni þeirra hefði verið auðkennd í samræmi við það. Af hollustu við breska starfsbræður sína hefðu þeir ekki gert þetta opinbert. Víða sést enn staðhæft að höfuðskelin hafi verið forn steingervingur en kjálkinn mun yngri. Nákvæm greining, þar sem beitt var mörgum aðferðum, hefur leitt í ljós að báðar leifarnar eru frá miðöldum. Hauskúpan mæld- ist 620 ± 100 ára og kjálkinn 500 ± 50 ára. Fyrsti Englendingurinn var augljóslega fals- aður. Áhöldin og dýrabeinin, sem hjá honum fundust og áttu að staðfesta forneskju hans, höfðu verið grafin með honum og sum beinin trúlega sótt til Egyptalands. Þar voru dýr af þessum tegundum algeng á ísöld en leifar þeirra hafa ekki fundist annars staðar á Englandi. Þegar upp komst um svikin beindist grunur manna og gremja að Dawson. Hann var þá löngu látinn en óneitanlega hafði hann öðrurn mönnum meiri frægð hlotið af gervimanninum sem bar nafn hans. Hann hafði líka verið staðinn að því að dekkja bein í lausn af málmsöltum og var þar að auki ekki fræði- maður um líkamsgerð fornmanna heldur lög- fræðingur. Það er óneitanlega viss huggun fyrir vísindamenn ef svik verða rakin til ófaglærðs manns og stéttin heldur ærunni. 6. mynd. Frá uppgrefti í Piltdown 1912. Mynd á ensku póstkorti. (New Scientist.) Sú skoðun er þó til að fölsunin sé of fagmann- leg til þess að ótíndur lögfræðingur hefði ráðið við hana. Þessu hef ég skýrast séð haldið fram í bók eftir skoskan blaðamann, Ronald Millar (1972). Hann var að vinna að sagnfræðirann- sóknum í Sussex og las í tengslum við það 7. mynd. Sir Arthur Keith afhjúpar árið 1938 minnisvarða á „uppgötvun- arstað “ piltdownmannsins. (New Sci- entist.) 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.