Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 30
eftir um þetta efni er sótt í tímaritsgrein eftir Pat Shipman (1990). Spencer hóf doktorsnám í mannfræði við Michiganháskóla í Bandaríkjunum og valdi sér sagnfræðilegt verkefni um mannfræðinginn Ales Hrdlicka, sem fyrr er getið og hvers vegna hann hefði ekki hlotið þá virðingu sem honum bar meðal amerískra mannfræðinga. Þegar Spencer fór yfir bréf sem fóru á milli Hrdlicka og Keiths uppgötvaði hann að Keith hafði farið með ósannindi um fyrstu afskipti sín af piltdownmálinu. Eftir doktorspróf kynntist Spencer áströlskum vísindasagn- fræðingi, Ian Langham, sem einnig grun- aði Keith um græsku og sýndi fram á að hann hlyti að hafa vitað meira um stein- gervingana í Piltdown en hann lét uppi. Að Langham látnum birti Spencer árangur rannsókna þeirra beggja í fyrrnefndum rit- um. Á þeim tíma sem piltdownbeinin voru grafin úr jörðu naut Arthur Keith mikillar virðingar sem mannfræðingur, þótt sú virðing ætti raunar eftir að vaxa (Keith var aðlaður 1921). Mætti því ætla að Millar hefði átt að telja hann, engu síður en Eliot Smith, færan um að standa fyrir fölsun- inni. En einmitt vegna þessarar virðingar hvítþvær Millar þennan landa sinn: „Sir Arthur Keith, einn fremsti samanburðarlíf- færafræðingur heims, er líklega eini mað- urinn sem hlýtur að teljast hafinn yfir allan grun, einungis vegna þeirrar virðingar sem hann nýtur.“ Grunsemdir hafa líka beinst að Pierre Teilhard de Chardin (1881-1955). Hann var franskur jesúíti sem tók ungur þátt í uppgreftinum við Piltdown. Síðar átti hann eftir að öðlast frægð fyrir þátt sinn í að grafa upp og túlka leifar frumstæðs manns í Kína á áratugnum fyrir síðari heims- styrjöld. Þessi frummaður var þá talinn eina tegundin af sjálfstæðri ættkvísl, Sin- anthropus pekinensis eða pekingmaður. Hann er nú flokkaður ásamt jövumanni og fleiri frumstæðum mönnum til tegundar- innar Homo erectus, reismaður. Teilhard lenti upp á kant við kirkju sína fyrir að reyna að sætta þróunarkenninguna og kaþólskar kreddur. Kirkjan bannaði útgáfu rita hans og þau fengust ekki birt fyrr en að honum látnum. Teilhard de Chardin getur ekki verið höfundur piltdownfölsunarinnar. Til þess kom hann of seint til Englands. En sumir hafa gefið í skyn að hann hafi vitað af henni. Mönnum hefur til dæmis dottið í hug að hann hafi áttað sig á svindlinu og ákveðið að koma upp um það með því að lauma svo fráleitum dýrasteingervingi í jörðina að trúgirni fræðimanna væri of- boðið6. En svikin hafi þá verið orðin svo sannfærandi að þetta hafi ekki tekist og Teilhard hafi tekið þann kost að þegja. Lengi vonuðust menn til þess að Teil- hard myndi skilja eftir sig einhver þau gögn sem varpa kynnu ljósi á piltdown- svindlið. Sú von hefur brugðist og trúlega fæst málið aldrei upplýst. Hvers VEGNA? Hvað knýr menn til að hætta æru sinni með fölsun af þessu tagi? Þess hefur verið getið til að þegar piltdownbeinunum var holað í jörð hafi sá sem það gerði, hvort sem það var Dawson, Eliot Sinith eða einhver annar, talið að ófundinn forfaðir manna hlyti að líta nokkurn veginn svona út. Þess vegna hafi það, að láta bein af þessu tagi finnast, aðeins flýtt fyrir óum- flýjanlegri framvindu mála. ■ „NEBRASKAMAÐURINN" Bandarískur dýrafræðingur og steingerv- ingafræðingur, Henry Fairfield Osborn (1857-1935), er þekktastur fyrir rannsókn- ir sínar á útdauðum ranadýrum, forfeðrum og frændum fíla. Hann var lengi forstöðu- maður Bandaríska náttúrugripasafnsins í New York. í febrúar 1922 barst Osborn bréf frá bónda og jarðfræðingi, Harold J. Cook, 6 Teilhard de Chardin gróf í Piltdown upp jaxl úr steingerðum fíl, Etephas planifrons, sem mælingar á geislavirkni benda til að sé frá Ishkul í Túnis, en einmitt þar hafði Teilhard verið áður en hann kom til Piltdown. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.