Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 57
1. mynd. Geirfugl og nánustu núlifandi œttingjar hans, langvía, álka og stuttnefja - The
Great Auk and its closest surviving relatives, Common Guillemot, Razorbill and
Brunnich 's Guillemot. Mynd/plioto Ragnar Pálsson og Hjálmar R. Bárðarson.
útbreiðslan mun víðtækari. Þannig hafa
geirfuglsbein fundist víðs vegar með
ströndum Evrópu, allt suður til Spánar og
Ítalíu. Vestan Atlantshafs var geirfugl
útbreiddur alla leið suður til Flórída. Óvíst
er hvort hann hefur nokkurn tíma orpið á
Grænlandi þótt hann hafi iðulega sést þar.
Af heimildum má ráða að geirfuglinn
hefur verið langalgengastur við Nýfundna-
land og því hafa aðstæður þar ráðið mestu
um örlög stofnsins.
Norðurlönd, Bretlandseyjar og
Færeyjar
í Noregi og Danmörku var geirfuglinn
víða með ströndum, í Noregi einkum við
sunnanvert landið. Þaðan mun hann hins
vegar hafa horfið í síðasta lagi um 1300,
sennilega þó nokkrum öldum fyrr (Huft-
hammer 1982).
Geirfuglsvarp hélst mun lengur á
eyjunum í Norður-Atlantshafi en á megin-
landinu. A Bretlandseyjum varp geirfugl á
St. Kilda svo og í Orkneyjum og á Hjalt-
landi. Síðast er vitað um eitt varppar á
eynni Papa Westray í Orkneyjum árið
1812. Kvenfuglinn var veiddur en karl-
fuglinn kom aftur árið eftir og var þá
drepinn. Sá fugl er varðveittur í Breska
náttúrugripasafninu.
í Færeyjum var geirfugl sjaldgæfur
varpfugl á seinni hluta 18. aldar en talið er
að síðasti fuglinn hafi verið drepinn á
Stóra Dímun árið 1808.
Nýfundnaland
Evrópskir sjómenn tóku að sækja á hin
auðugu fiskimið við Nýfundnaland um
aldamótin 1500. Upp úr því er talið að
geirfuglsstofninum hafi raunverulega
byrjað að hnigna. Þar voru höfuðstöðvar
geirfuglsins og slátruðu mennirnir fugl-
unurn ótæpilega. Nýmeti var eftirsótt eftir
margra mánaða útilegu því þeir höfðu
aðeins saltað eða þurrkað kjöt með sér að
heiman. Seinna hættu sjómenn að birgja
sig upp af kjöti fyrir úthaldið og reiddu sig
alfarið á kjöt af geirfugli og öðrum
55