Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 61

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 61
aðrar tegundir og fleira í þeim dúr. Egg sem hafa varðveist eru eilítið færri, eða um 75 talsins, og talsvert af stökum geirfugls- beinum, jafnvel heillegum beinagrindum, hefur fundist í jörðu. Margir hamanna eru upprunnir á íslandi og líklega flest eggin, þótt uppruni þeirra sé yfirleitt óljósari en ham- anna. 4. mynd. Geirfuglshamurinn uppsettur í sýningarsal Náttúrufræðistofnunar íslands. Fuglinn er liðlega 170 ára gamall en er ennþá vel farinn. - The only mounted Great Auk skin which is preserved in Iceland. The specimen is over 170 years old but still in fine condi- tion. Mynd/photo Hjálmar R. Bárðarson (úr bókinni Fuglar íslands). Þ/ÓÐIN KAUPIR GEIRFUGL Eini geirfuglshamurinn sem til er hér á landi er varðveittur á Náttúrufræðistofnun íslands. Hann var keyptur á uppboði árið 1971, svo sem getið var í ýmsum ritum (t.d. Bennett 1971 og Tinker 1971), fyrir 9300 pund. Það samsvarar nú rúmlega einni milljón íslenskra króna en var langtum hærri upphæð að raungildi fyrir aldarfjórðungi. Nú samsvarar þessi fjárhæð um 7 milljónum króna ef miðað er við bygg- ingar- eða neysluverðsvísitölu en um 8,6 milljónum ef miðað við þróun tímakaups ASI (skv. útreikningum Jakobs Gunnars- sonar hagfræðings hjá Seðla- banka íslands). Fénu var safn- að í almennum samskotum og stóðu félagasamtökin Rótarý, Lions og Kiwanis fyrir söfnuninni. Benedikt Árnason endur- skoðandi mun upphaflega hafa átt hug- myndina að söfnuninni en þeir Finnur Guðmundsson fuglafræðingur, sem starf- aði hjá Náttúrufræðistofnun Islands í tæp 40 ár, og Valdimar Jóhannesson blaða- maður voru í forsvari l'yrir henni. Þeir sóttu uppboðið hjá Sotheby's í London þar sem Islendingum var sleginn fuglinn (3. mynd). Eftir heimkomuna var hann sýndur almenningi á Þjóðminjasafninu við góðar undirtektir en hefur síðan verið í sýningar- sal Náttúrufræðistofnunar Islands (4. mynd). Þetta mun hafa verið fyrsta almennings- söfnunin hérlendis til annars en líknar-, góðgerðar- eða íþróttamála. Viðbrögð al- mennings þóttu undraverð því aðeins voru fjórir dagar til stefnu fyrir söfnunina. Fjölmiðlar sýndu málinu mikinn áhuga og stökur voru jafnvel settar saman um geir- fuglinn, eins og þessi eftir ókunnan höfund: Danir bjóð' upp dýrgripinn duga krónur slyngar. Gefum okkur geirfuglinn góðir Islendingar. Ástæðan fyrir þeim mikla áhuga sem íslendingar sýndu söfnuninni var eflaust 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.