Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 62
5. mynd. Beinagrind af geirfugli í eigu Náttúrufrœði-
stofnunar Islands. Hún er samsett af beinum margra
fugla úrfornum öskuhaugum á Funkeyju við Nýfundna-
latid árið 1908. Fuglinn var keyptur af Harvardháskóla,
Bandaríkjunum, árið 1954. - A mounted Great Auk
skeleton in the possession of the Icelandic Institute of
Natural History. This is a composite, from bones of
many individuals, the skeletal remains of which were
discovered in middens on Funk Island, Newfoundland,
in 1908. The skeleton was bought from Harvard Uni-
versity, USA, in 1954. Mynd/photo Hjálmar R. Bárðar-
son (úr bókinni Fuglar Islands).
sú staðreynd að örlög geir-
fuglsins voru greypt í þjóðar-
vitundina og Islendingar áttu
engan þvílíkan grip. Þó heyrð-
ust óánægjuraddir; mönnum
þótti fuglinn hafa verið dýr og
fjórir geirfuglar til viðbótar
komu fram í dagsljósið og
voru falboðnir stuttu eftir upp-
boðið. Finnur Guðmundsson
(1971) svaraði þessari gagn-
rýni í stuttri blaðagrein þar
sem hann benti á að hamirnir
fjórir hefðu ekkert orðið ódýr-
ari, auk þess sem uppruni
þeirra væri óviss. Hann taldi
íslendinga hafa fengið góðan
grip á sanngjörnu verði. Þá var
mikilvægt að hamurinn var
örugglega frá Islandi. Fuglinn
var veiddur árið 1821 í grennd
við Hólmsberg á Miðnesi og
eykur sú vitneskja vísindalegt
gildi hans. Fuglinn var sleginn
niður með ár af danska greif-
anum Raben, þeim sama og
fór með Faber til Fuglaskerja
þetta ár. Fuglinn var eftir það í
eigu fjölskyldu hans í Aal-
holm Slot á Lálandi uns hann
var seldur Islendingum einni
og hálfri öld síðar. Fuglinn er
nefndur í ritum eins helsta
fræðimanns um geirfugla,
Bretans S. Grieve sem uppi
var á seinni hluta 19. aldar.
Hann segir raunar í bók sinni
(Grieve 1885) að fuglinn sé
illa stoppaður upp, en því er
ég algjörlega ósammála. Ef
unnt er að taka mið af núlif-
andi ættingjum, s.s. álku og
langvíu, er ekki annað að sjá
en að fuglinn samsvari sér vel
og uppstoppun hafi tekist
dável.
Geirfuglar voru orðnir eftir-
sóttir og verðmætir safngripir
löngu áður en þeir urðu
aldauða. Safnarar sýndu þeim
60