Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 65
7. mynd. Geirfugl stekkur í sjó úr Eldey. Myndina gerði John A. Ruthven, sem kom hingað
til lands árið 1975 í leiðangri frá náttúrugripasafhinu í Cincinnati, Bandaríkjunum.
Safnið var að undirhúa sýningu með geirfuglinn og Eldey, síðasta vígi hans á jörðinni, í
öndvegi. Leiðangursmenn fóru út að eynni til skoðunar og var listamaðurinn í för með
þeim. Myndin er tekin af lokaprufu (síðasta eintaki fyrir prentun upplags) sem lista-
maðurinn gaf Náttúrufrœðistofnun. -A Great Auk leaps into the sea off Eldey Island. The
painting was done by John A. Ruthven, who visited Iceland in 1975 with an expedition
from the Cincinnati Museum, USA. At that time the museum was preparing an exhibition
to play tribute to the Great Auk and Eldey which was the species' last resort. The artist
joined the expedition out to Eldey Island for reconnaissance. This picture was taken off
the final proof, presented by the artist himself to the Icelandic Museum of Natural History
(now Icelandic Institute of Natural History). Mynd/photo Páll Steingrímsson 1990.
Þarna skarast tvö fræðisvið, náttúrufræði
og fornleifafræði, og hirtu íslenskir forn-
leifafræðingar lengi lítið um að rannsaka
dýrabein. Síðasta áratuginn hafa banda-
rísku fornbeinafræðingarnir T. McGovern
og T. Amorosi yfirfarið mörg beinasöfn
sem komið hafa úr jörðu, bæði við eigin
rannsóknir og íslenskra fornleifafræðinga.
Þeir nálgast viðfangsefnið á annan hátt en
að skoða eingöngu misjafnlega trú-
verðugar ritaðar heimildir. Þeir hafa stór-
aukið þekkingu okkar á því hvernig
íslendingar nytjuðu búsmala og villt dýr á
liðnum öldum (Amorosi 1989, 1991,
Amorosi o.fl. 1994). Á þennan hátt má fá
viðbótarupplýsingar um fornfánu landsins.
Nánast hvaðeina er til bóta, því lítið er
skráð um dýralíf Iandsins nema síðustu
2-3 aldirnar.
Eftirmáli
Sumarið 1975 var gerður leiðangur út til
Eldeyjar til þess að skoða staðinn þar sem
síðustu geirfuglarnir voru drepnir. Leið-
angursmenn komu frá Bandaríkjunum og
var tilgangur þeirra að safna gögnum um
síðasta dvalarstað geirfuglsins á jörðinni
fyrir sýningu á vegum náttúrugripasafns-
63