Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 80
... 1 ll
100
III I
—I-------------
200
II
-I—
300
“I
365
Dagur nr. 5 10 61 96 100
Lengd bils 5 5 51 35 4
Dagur nr. 169 204 209 228 276
Lengd bils 14 35 5 19 48
Meðallengd bila 14,6 dagar
Staðalfrávik 14,3 dagar
103 121 122 122 140 143 143 155
3 18 1 0 18 3 0 12
302 305 317 327 334 335 347
26 3 12 10 7 1 12
Fyrsta atvikið gerist á 5. degi ársins, 5.
janúar. Hið næsta verður á 10. degi. Hið
þriðja er á 61. degi ársins, 2. mars og er þá
liðinn 51 dagur frá hinum síðasta. A 121.
degi ársins er eitt atvik og tvö daginn eftir
(hátt strik). Það skeður aftur á 143. degi.
Atburðir eru hlið við hlið á 334. og 335.
degi og prentast þar feitt strik. Meðallengd
bila er 14,6 eins og vitað var fyrirfram
(365/25). Reiknað staðalfrávik er 14,3
dagar, aðeins minna en búast má við til
jafnaðar en það táknar að bil sem fram
kom í þessari tilraun eru lítið eitt jafnari en
gerist og gengur.
Út úr tilraun sem þessari kemur ný niður-
staða í hvert skipti sem hún er endurtekin.
En það sýnist vera sameiginlegt einkenni
að bil milli atburða eru ójafnari að lengd
en athugandinn hefði átt von á að óathug-
uðu máli. Þar getur legið kveikjan að
málshætlinum sem nefndur var í upphafi.
3. Vel má hugsa sér atburðarás þar sem bil
eru ójöfn, en þó jafnari en í hinu minnis-
I II I. I II H M
i------------------------------------------—
lausa ferli. Það mundi lýsa sér í því að
staðalfrávik væri minna en meðallengd
bila. Gos í eldfjalli, t.d. Kötlu, gæti verið
dæmi um slíkt. Stundum er talað um að
tími sé kominn til að Katla gjósi og er þá
vitnað til þess hve langt er síðan hún gaus
síðast og hve löng bil hafa verið milli gosa
að meðaltali. í þeirri umræðu er auð-
sjáanlega gengið út frá því að atburðarásin
sé ekki minnislaus. Það byggist væntan-
lega á því að menn hugsi sér að eldstöðin
þurfi tíma til að búa sig til átaka, sem ekki
er óeðlilegt.
I tilrauninni að framan voru höfð í huga
slys í umferðinni. En það skiptir reyndar
ekki máli. Dæmið getur sýnt almennt
niðurskipun óháðra atburða í tíma og
hversu óregluleg bilin milli þeirra eru.
Að lokum er sýnd niðurstaða úr endur-
tekningu fyrri tilraunar þar sem reiknað
staðalfrávik er stærra en meðallengd
tímabila. Það liggur meðfram í því hvað
eitt bil er langt, 70 dagar.
I I I I II I I ll
—i--------------------------1----------------
0 100 200 300
Dagur nr. 7 15 23 41 43 44 69 119 128 168 172 177 182
Lengd bils 7 8 8 18 2 1 25 50 9 40 4 5 5
Dagur nr. 208 278 287 293 304 307 308 319 350 358 361 361
Lengd bils 26 70 9 6 11 3 1 11 31 8 3 0
Meðallengd bila 14,6 dagar
Staðalfrávik 16,9 dagar
PÓSTFANG HÖFUNDAR
Jón Erlingur Þorláksson
Skólagerði 22
200 Kópavogur
78