Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 81
Ráðstefna norrænna sníkjudýrafræðinga
UM EFNAHAGSLEGA SKAÐLEG SNÍKJUDÝR í SJÓ OG
VÖTNUM í VESTMANNAEYJUM í JÚLÍ 1994
Dagana 2. til 6. júlí 1994 var haldin ráð-
stefna í Ásgarði í Vestmannaeyjum. Efni
hennar var efnahagslega skaðleg sníkjudýr
í sjó og vötnum (Parasites of biological
and economic significance in the aquatic
environment - Tliirty years of research
and future trends). Eins og kemur fram í
heiti ráðstefnunar á ensku var um yfir-
litsráðstefnu að ræða þar sem fjallað var
um rannsóknir á þessu sviði síðustu 30 árin
eða svo.
Ráðstefnan var haldin af SSP (Scandin-
avian Society for Parasitology). Auk
stærri ráðstefna halda þessi samtök nor-
rænna sníkjudýrafræðinga ráðstefnur um
afmarkað faglegt efni innan sníkjudýra-
fræðinnar a.m.k. annað hvert ár, í Dan-
mörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð og
jafnvel í Eystrasaltslöndunum. Nú var
mikill áhugi á því að halda slíka ráðstefnu
á íslandi. Dr. Hans-Peter Fagerholm
sníkjudýrafræðingur frá Finnlandi var
aðalhvatamaður þessa, en hann og undir-
ritaður hafa þekkst frá því 1977 er þeir
voru saman á námskeiði um sjávarlíffræði
Norður-íshafsins, sem haldið var það ár á
eyjunni Diskó við Vestur-Grænland, og
hafa haldið sambandi síðan.
Dr. Fagerholm kom því að máli við ntig,
þar sem ég vinn að rannsóknum á hring-
ormuin í fiski sent falla undir svið ráð-
stefnunnar, og bað mig að stofna nefnd
sem hefði það markmið að undirbúa um-
rædda ráðstefnu. í undirbúningsnefndinni
auk mín, sem varð formaður, voru: Drop-
laug Ólafsdóttir, Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins, Gísli Jónsson dýralæknir fisk-
sjúkdóma, Landbúnaðarráðuneytinu, Jón-
björn Pálsson, Hafrannsóknastofnun, Karl
Skírnisson, Matthías Eydal og Sigurður H.
Richter, allir á Tilraunastöð Háskólans í
meinafræði að Keldum.
Leitað var eftir fjárhagsstuðningi bæði
hérlendis og erlendis. Eftirfarandi aðilar
styrktu ráðstefnuna og gerðu það mögulegt
að halda hana eins myndarlega og raun bar
vitni: NorFa (Norræni rannsóknaháskól-
inn), Sjávarútvegsráðuneytið, Hringorma-
nefnd, SSP, Rannsóknastofnun Ábo
Akademi, Finnlandi, og Samstarfsnefnd
Háskóla íslands og Vestmannaeyjarbæjar.
Þátttakendur
Til ráðstefnunnar komu rúmlega 30 manns
víðsvegar að. Þar voru tveir rússneskir vís-
indamenn, fjórir ítalskir, einn frá Kanada
og þrír Heimaeyjarmenn. Hinir voru
„skandinavar" og svo mætti undirbúnings-
nefndin. Gestafyrirlesurum var boðið og
fjórum námsmönnum í lokanámi, einum
frá hverju Norðurlandanna. Að þessu sinni
var enginn íslenskur námsmaður í þessum
hópi. Þátttakendur bjuggu á hótelum og
gistiheimilum á Heimaey, skammt frá
fundarstaðnum. Að loknum hverjum ráð-
stefnudegi var haft ofan af fyrir þátt-
takendum með einhverjum uppákomum.
Farið var með rútu frá Reykjavík til Þor-
lákshafnar og skoðað það sem fyrir augu
bar á leiðinni. Siglt var frá Þorlákshöfn til
Heimaeyjar í góðu veðri og fuglalífið
skoðað. Að kvöldi fyrsta ráðstefnudags var
farið í rútuferð um Heimaey og Eldfellið
skoðað undir leiðsögn heimamanns.
Annað kvöldið var í góðu veðri siglt í
kringum Eyjarnar og fugla- og selalíf
skoðað, auk þess sem nokkrir hellar voru
heimsóttir og hlýtt á frumflutta hljómlist
bátsverja.
Efni
Efni ráðstefnunnar var skipt niður í fjóra
þætti. 1 upphafi hvers þáttar voru yfir-
litserindi um viðkomandi efni sem gesta-
fyrirlesari hélt og síðan styttri erindi sem
ýmsir aðrir þátttakendur fluttu.
79