Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 81

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 81
Ráðstefna norrænna sníkjudýrafræðinga UM EFNAHAGSLEGA SKAÐLEG SNÍKJUDÝR í SJÓ OG VÖTNUM í VESTMANNAEYJUM í JÚLÍ 1994 Dagana 2. til 6. júlí 1994 var haldin ráð- stefna í Ásgarði í Vestmannaeyjum. Efni hennar var efnahagslega skaðleg sníkjudýr í sjó og vötnum (Parasites of biological and economic significance in the aquatic environment - Tliirty years of research and future trends). Eins og kemur fram í heiti ráðstefnunar á ensku var um yfir- litsráðstefnu að ræða þar sem fjallað var um rannsóknir á þessu sviði síðustu 30 árin eða svo. Ráðstefnan var haldin af SSP (Scandin- avian Society for Parasitology). Auk stærri ráðstefna halda þessi samtök nor- rænna sníkjudýrafræðinga ráðstefnur um afmarkað faglegt efni innan sníkjudýra- fræðinnar a.m.k. annað hvert ár, í Dan- mörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð og jafnvel í Eystrasaltslöndunum. Nú var mikill áhugi á því að halda slíka ráðstefnu á íslandi. Dr. Hans-Peter Fagerholm sníkjudýrafræðingur frá Finnlandi var aðalhvatamaður þessa, en hann og undir- ritaður hafa þekkst frá því 1977 er þeir voru saman á námskeiði um sjávarlíffræði Norður-íshafsins, sem haldið var það ár á eyjunni Diskó við Vestur-Grænland, og hafa haldið sambandi síðan. Dr. Fagerholm kom því að máli við ntig, þar sem ég vinn að rannsóknum á hring- ormuin í fiski sent falla undir svið ráð- stefnunnar, og bað mig að stofna nefnd sem hefði það markmið að undirbúa um- rædda ráðstefnu. í undirbúningsnefndinni auk mín, sem varð formaður, voru: Drop- laug Ólafsdóttir, Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins, Gísli Jónsson dýralæknir fisk- sjúkdóma, Landbúnaðarráðuneytinu, Jón- björn Pálsson, Hafrannsóknastofnun, Karl Skírnisson, Matthías Eydal og Sigurður H. Richter, allir á Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum. Leitað var eftir fjárhagsstuðningi bæði hérlendis og erlendis. Eftirfarandi aðilar styrktu ráðstefnuna og gerðu það mögulegt að halda hana eins myndarlega og raun bar vitni: NorFa (Norræni rannsóknaháskól- inn), Sjávarútvegsráðuneytið, Hringorma- nefnd, SSP, Rannsóknastofnun Ábo Akademi, Finnlandi, og Samstarfsnefnd Háskóla íslands og Vestmannaeyjarbæjar. Þátttakendur Til ráðstefnunnar komu rúmlega 30 manns víðsvegar að. Þar voru tveir rússneskir vís- indamenn, fjórir ítalskir, einn frá Kanada og þrír Heimaeyjarmenn. Hinir voru „skandinavar" og svo mætti undirbúnings- nefndin. Gestafyrirlesurum var boðið og fjórum námsmönnum í lokanámi, einum frá hverju Norðurlandanna. Að þessu sinni var enginn íslenskur námsmaður í þessum hópi. Þátttakendur bjuggu á hótelum og gistiheimilum á Heimaey, skammt frá fundarstaðnum. Að loknum hverjum ráð- stefnudegi var haft ofan af fyrir þátt- takendum með einhverjum uppákomum. Farið var með rútu frá Reykjavík til Þor- lákshafnar og skoðað það sem fyrir augu bar á leiðinni. Siglt var frá Þorlákshöfn til Heimaeyjar í góðu veðri og fuglalífið skoðað. Að kvöldi fyrsta ráðstefnudags var farið í rútuferð um Heimaey og Eldfellið skoðað undir leiðsögn heimamanns. Annað kvöldið var í góðu veðri siglt í kringum Eyjarnar og fugla- og selalíf skoðað, auk þess sem nokkrir hellar voru heimsóttir og hlýtt á frumflutta hljómlist bátsverja. Efni Efni ráðstefnunnar var skipt niður í fjóra þætti. 1 upphafi hvers þáttar voru yfir- litserindi um viðkomandi efni sem gesta- fyrirlesari hélt og síðan styttri erindi sem ýmsir aðrir þátttakendur fluttu. 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.