Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 87
25
0 100 200 300 400 500 600 700 800
Fjarlægö frá talningapunkti (m) - Distance from count point (m)
3. mynd. Fjarlægð í rjúpukarra frá talningastöðvum, Suður-
Þingeyjarsýsla maí 1993. - Rock Ptarmigan cocks recorded
at dijferent distances from count points in NE-Iceland
spring 1993.
Fjölbreytugreining var
notuð tii tölfræðilegrar úr-
vinnslu og túlkunar gróð-
urmælinga. Greiningin
byggðist á þekju 11 runna-
eða lyngtegunda og tíðni
16 tegunda jurta, samtals
27 breytur (1. tafla). Arc-
sine-umbreyting var gerð á
öllum prósentutölum (Sok-
al og Rohlf 1981). Hnit-
unarforritið DECORANA
(Hill 1979a) og flokkunar-
forritið TWINSPAN (Hill
1979b) voru notuð til að
bera saman gróðurfar ein-
stakra talningastöðva og
flokka þær eftir skyldleika.
■ NÍÐURSTÖÐUR
meðaltal tekið fyrir hverja talningastöð. Á
sama máta var þekja ógróins yfirborðs
mæld. í öðru lagi voru lagðir út þrír
rammar á hverju sniði, einn við hvorn
enda og einn við miðju. Ramminn var
50x50 cm og var skipt í 25 smáreiti, hver
lOx 10 cm. Skráð var tíðni jafna, elftinga,
beitieskis, brjóstagrass, lambagrass, korn-
súru, súra, geldingahnapps, grasvíðis,
holtasóleyjar, maðra, blóðbergs, smjör-
grass, vallhumals, undafífla og fífla. Tíðni
var fundin með því að leggja saman fjölda
smáreita sem tegund var skráð á sniðum
umhverfis talningastöð. Þetta eru allt teg-
undir eða hópar sem annaðhvort einkenna
þessi gróðurlendi, líkt og margir runn-
anna, eða eru algengar í fæðu rjúpunnar á
vorin, til dæmis holtasóley og beitieski,
eða hvort tveggja eins og fjalldrapi og
gulvíðir. Einnig var mæld hæð gróðurs og
reiknuð meðalhæð. Hæðarmælingarnar
voru gerðar með 5 cm millibili á gróður-
sniðunum og því 50 mælingar á hverju
sniði. Nokkrar tegundir tvíkímblöðunga,
voru ekki teknar með í þessum gróður-
talningum og engir einkímblöðungar,
mosar eða fléttur.
Talningar á stöðvum
Samtals sáust 112 rjúpur á 42 talninga-
stöðvum, þar af voru 94 karrar og 18 kven-
fuglar. Að meðaltali voru 2,2 karrar á taln-
ingastöð, minnst enginn og mest 9 karrar á
stöð, staðalfrávik var 2,52. Karramir virt-
ust eitthvað fælast talningamann, því fáir
sáust í næsta nágrenni við sjálfan talninga-
punktinn og flestir voru á bilinu 100-400
m frá talningamanni (3. mynd). Þeir sem
sáust fjærst voru um 750 m frá talninga-
stöð.
Talningar á sniðum
Heildarlengd sniðlína var 162,6 km og
samtals sáust 234 karrar og 42 kvenfuglar í
sniðtalningunum. Verulegur munur var á
þéttleika karra eftir svæðum (2. tafla).
Þéttleikinn var mestur úti á Tjörnesi, 4,2-
4,8 karrar/km2, minnkaði inn lil landsins
og var um 0,8 karrar/knr í Mývatnssveit,
eða um sexfaldur munur á bestu og lökustu
svæðunum (2. tafla).
Þéttleikamælingar sniðtalninganna voru
bornar saman við niðurstöður talninga á
stöðvum. Talningasniðunum var skipt á
sama máta og sýnt er í 2. töflu og niður-
stöðurnar fyrir hvert snið bornar saman við
85