Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 90
6. mynd. Tengsl fjölda rjúpna, ógróins yfirborðs (% þekja), meðalhœðar gróðurs (cm),
fjarlœgðar talningastöðvar frá sjó (km), hæðar stöðvar yfir sjó (m) og halla (gráðutj við
niðurstöður DECORANA-hnitunar. - Selected variables superimposed on the DECORANA-
ordination scattergram. The variables are Rock Ptarmigan cock numbers, % cover of
unvegetated surfaces, mean height of vegetation (cm), distance from count point site to
the coast (km), height of site above sea level (m) and slope (degrees).
stöður hnitunarinnar. Sumar tegundir sýna
litlar breytingar milli stöðva í samræmi
við hallandana sem ásar I og 2 draga fram;
dæmi um slíkt væru sortulyng, blóðberg
og jafnar. Þær tegundir virðast ekki verða
fyrir miklum áhrifum af þeim umhverfis-
breytum sem hnitunin dregur fram. Aðrar
tegundir breytast verulega á milli stöðva
og það er einkum útbreiðsla þeirra og vægi
sem ræður gróðurfarsbreytileikanum á
rannsóknasvæðinu eins og hnitunin lýsir
honum. Tegundir eins og sauðamergur,
beitilyng, grasvíðir, aðalbláberjalyng,
lambagras og holtasóley hafa meginvægi
sitt neðarlega á ási 1. Allar þessar tegundir
nema aðalbláberjalyng hafa þó víða út-
breiðslu og finnast á nær öllum stöðvum.
Tegundir eins og möðrur, gulvíðir,
brjóstagras, fjalldrapi, vallhumall, beiti-
eski og einir hafa meginvægi sitt ofarlega
88