Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 11

Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 11
birkitré hafa verið stráfelld á þessum slóðum, ekki samt að rótum, heldur hefur stofninn verið bútaður allt að mannhæð frá jörðu, svo að svæðið er yfir að líta sem væri það krökkt af vofum eða náhvítum, staurbeinum draugum, er hestar mínir voru í fyrstu dauðhræddir við og ramm- fælnir. Skógarhöggsmennirnir hafa ekki nennt að hafa fyrir því né viljað leggja það á sig að höggva hin stóru tré að rót- um en með því hafa þeir banað fjöl- mörgum rótarteinungum . . . Fyrstu tilraunir til skóg- og trjárœktar Skógrækt var næsta óþekkt hugtak hér á landi framan af öldum, en það mun hafa verið Páll lögmaður Vídalín sem fyrstur varð til þess að hvetja til viðhalds skóga og ræðir það í riti sínu „Um viðreisn Islands" árið 1699 en Skúli Magnússon landfógeti hóf fyrstu tilraunir hér með trjárækt um miðja 18. öld. Hann skrifaði leiðbeiningar um skógrækt í rit Lærdómslistafélagsins árið 1786. Ritgerðin hét „Um trévöxt á Islandi" og hefst á þessum orðum: Þegar neyðin hafði loksins þrýst fs- landi til að hugsa eitthvað til sjálfs sín, fóru menn strax að tala um viðar og timburekluna, hver næst og ásamt með fólksfæðinni er einn hinn stærsti og þyngsti skortur þessa lands . . . Þá var spurt hvort greni og furuskógar gætu eigi tekið gróðri og rækt á íslandi eins og i Noregi. Til að reyna þetta fengu menn 1752 forskrift frá Kóngsbergi og líka svo annað fræ seinna nokkrum sinnum frá Noregi. En sökum þess forskrift þessi var mjög svo ófullkomin, fræið ekki rétt meðfarið, og tilraunin jafnan öfugt gjörð í ótilhlýðilega jörðu, hefur við það svo lítið sem ekkert áunnist. Aðra heimild um tilraunir til rækt- unar grenis og furu hérlendis er að finna í pésa útgefnum í Hrappsey árið 1779 eftir Magnús Ketilsson sýslumann í Búðardal. Frásögn hans af þessari til- raun ber natni hans og trú slíkt vitni að menn hljóta að hrærast: Fyrir því ég nú af eigin reynslu veit að bæði fura og greni getur vaxið hér hjá oss, svo hefði ég átt að setja það með jreim fyrstu, en þar menn hingað til hafa efað að slíkur trjáviður gæti hjá oss timgast, jjar allar þær tilraunir sem þar með cru gerðar hafa mislukkast, þá hefi ég þar fyrir sett furu og greni seinast, svo sem óvissa ávexti. Mér eru þessir ávextir [ró alls ekki óvissir. Fyrir 4 árum, nefnilega árið 1773, fékk ég tvo grenitoppa hjá hans hável- borinheitum herra stiftamtmanni Thodal. Þar í fann ég nokkra kjarna, hverjum ég þó ekki sáði í kálgarði mínum eður í dýrkaða og rudda jörð, heldur uppi í milli nokkurra hárra kletta i brennandi móa og móti sólunni . . . Þennan stað uppi á milli klettanna valdi ég þar fyrir, að hann var nokkuð afsíðis og frá öllum yfirgangi. Af þeim fáu kjörnum sem ég sáði, uppkomu einasta tveir teinar, sem uxu mikið lítið jrað fyrsta sumar. Um veturinn eftir missti ég jaann annan, af því að hlákuvatnið hafði skolað burt jörðinni frá rótinni. Hinn mátti betur en var jjó nær yfirkominn um sumarið. Ég vissi ei af hverju, fyrr en ég fór að ihuga, að þar sem þessi planta vex í skógunum og fyrir utan alla konst, þar vex hún í skugga og þá hún fékk hann hjá mér, tímgast hún betur, [jó mikið lítið og langsamt fyrr en nú í ár. Það er að sönnu líklegt að þessi ávöxtur, eins og flestir aðrir, tímgist í fyrstunni seinlega, en jörðin hvar þessi planta stóð var og mikiö mögur. Eg hefi og hugsað að flytja hana annarsstaðar, en mér hefur jrótt of vænt um hana til þess að ég þyrði að voga og vor stiftamtmaður hefur ráðið mér til að Iáta hana standa kjurra. Nú í vor var, gróf ég kringum hana rennu, og lét [oar I nokkuð af gamalli kúamykju og svo hefi ég stundum vatnað henni, og hefur hún nú i tvo mánuði, nefnilega majo og julio, vaxið meira en á heilu sumri áður. 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.