Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 56

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 56
klær og nef, sem gætu gefið fjölda étinna einstaklinga til kynna fundust ekki í saur að staðaldri. NIÐURSTÖÐUR Fæðuval minks við Sogið í Grímsnesi einkenndist af miklum breytingum vorið og haustið 1978, sem rekja má til breyt- inga á fæðuframboði (4. og 5. mynd). Um veturinn, fram undir miðjan maí- mánuð, voru laxfiskar og hornsíli (Gasterosteus aculeatus L.) langalgengasta fæðan. Eftir miðjan maí varð snögg breyting og minkamir fóru að éta egg og unga þeirra fugla sem urpu á athug- anasvæðinu. I ágúst jókst fiskneysla að nýju. Hagamýs (Apodemus sylvaticus (L.)) voru étnar allt athuganatímabilið nema í júlí, en mest að haustinu. Skordýr voru étin í mestum mæli i júlí, en heildar- þýðing hryggleysingja sem fæða fyrir mink var lítil. Minkar á athuganasvæð- inu hættu að sækja fæðu niður í vatnið (fiska) um miðjan maí og fóru þess í stað að éta fæðu, sem þeir sóttu upp í skóg- inn (fugla og hunangsflugur). Hér á eftir verður fjallað nánar um helstu fæðutegundir og niðurstöður skýrðar eftir föngum. Hagamýs Minkur veiddi hagamýs í skóginum allan athuganatímann nema í júlí. Hlutdeild músa í fæðu hélst svipuð fyrri helming ársins en síðan jókst hún í ágúst (aðalfæða í 21% saursýnanna), náði há- marki í september (26%) en féll svo aftur í október (13%) (4. og 5. mynd). Fullvíst má telja að fjöldi hagamúsa sé mestur seinni hluta sumars og að haustinu. Niðurstöður sýndu að minkur hagnýtti sér aukið framboð hagamúsa og át þær í mestu magni þegar músastofninn var stærstur. Víðast hvar erlendis er fæðuframboð nagdýrategunda mun fjölbreyttara en hér á landi. Þar étur minkur þau nagdýr sem mest er af hverju sinni og á ákveðnum tímum árs étur minkur ekki annað (Hamilton 1959). Fuglar Mjög lítið var étið af fuglum fyrri hluta ársins og komu fuglar ekki fyrir sem aðalfæða í febrúar og apríl. Eftir miðjan maí jókst hlutdeild fugla snögg- lega og náði hámarki í júlí er 75% saur- sýnanna innihéldu fuglsleifar. I ágúst féllu fuglar niður í 27% aðalfæðunnar og í október var hlutdeild fugla 12% (4. mynd). 4. mynd. Fæðusamsetning minka við Sog í Arnessýslu á timabilinu janúar—október 1978, byggð á tíðni aðalfæðu í saursýnum hvers mánaðar. Alls voru athuguð 421 sýni. — Composition of mink diet, expressed as per cent frequency of occurrence as main food. 50

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.