Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1980, Qupperneq 56

Náttúrufræðingurinn - 1980, Qupperneq 56
klær og nef, sem gætu gefið fjölda étinna einstaklinga til kynna fundust ekki í saur að staðaldri. NIÐURSTÖÐUR Fæðuval minks við Sogið í Grímsnesi einkenndist af miklum breytingum vorið og haustið 1978, sem rekja má til breyt- inga á fæðuframboði (4. og 5. mynd). Um veturinn, fram undir miðjan maí- mánuð, voru laxfiskar og hornsíli (Gasterosteus aculeatus L.) langalgengasta fæðan. Eftir miðjan maí varð snögg breyting og minkamir fóru að éta egg og unga þeirra fugla sem urpu á athug- anasvæðinu. I ágúst jókst fiskneysla að nýju. Hagamýs (Apodemus sylvaticus (L.)) voru étnar allt athuganatímabilið nema í júlí, en mest að haustinu. Skordýr voru étin í mestum mæli i júlí, en heildar- þýðing hryggleysingja sem fæða fyrir mink var lítil. Minkar á athuganasvæð- inu hættu að sækja fæðu niður í vatnið (fiska) um miðjan maí og fóru þess í stað að éta fæðu, sem þeir sóttu upp í skóg- inn (fugla og hunangsflugur). Hér á eftir verður fjallað nánar um helstu fæðutegundir og niðurstöður skýrðar eftir föngum. Hagamýs Minkur veiddi hagamýs í skóginum allan athuganatímann nema í júlí. Hlutdeild músa í fæðu hélst svipuð fyrri helming ársins en síðan jókst hún í ágúst (aðalfæða í 21% saursýnanna), náði há- marki í september (26%) en féll svo aftur í október (13%) (4. og 5. mynd). Fullvíst má telja að fjöldi hagamúsa sé mestur seinni hluta sumars og að haustinu. Niðurstöður sýndu að minkur hagnýtti sér aukið framboð hagamúsa og át þær í mestu magni þegar músastofninn var stærstur. Víðast hvar erlendis er fæðuframboð nagdýrategunda mun fjölbreyttara en hér á landi. Þar étur minkur þau nagdýr sem mest er af hverju sinni og á ákveðnum tímum árs étur minkur ekki annað (Hamilton 1959). Fuglar Mjög lítið var étið af fuglum fyrri hluta ársins og komu fuglar ekki fyrir sem aðalfæða í febrúar og apríl. Eftir miðjan maí jókst hlutdeild fugla snögg- lega og náði hámarki í júlí er 75% saur- sýnanna innihéldu fuglsleifar. I ágúst féllu fuglar niður í 27% aðalfæðunnar og í október var hlutdeild fugla 12% (4. mynd). 4. mynd. Fæðusamsetning minka við Sog í Arnessýslu á timabilinu janúar—október 1978, byggð á tíðni aðalfæðu í saursýnum hvers mánaðar. Alls voru athuguð 421 sýni. — Composition of mink diet, expressed as per cent frequency of occurrence as main food. 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.