Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 12
hafi sleppt of fljótt hendinni af safninu, því að ennþá hefur hið margumrædda og langþráða safnhús ekki verið byggt. Um húsbyggingarmálið segir svo í skýrslu félagsins um árið 1946: „Öllum undirbúningi í málinu er nú lokið og uppdrættir hafa verið samþykktir“. Auk þess hafði Háskóli Islands fengið happdrættisleyfi sitt framlengt gegn loforði um að byggja yfir safnið á háskólalóðinni. Allt þetta var stöðvað. Náttúrugripasafnið, þetta óskabarn Hins íslenska náttúrufræðifélags, er nær horfið sjónum, falið í tröllahöndum svo áratugum skiptir. Afhending safnsins var samþykkt á aðalfundi félagsins 22/2 1947. Á þeim fundi hætti Finnur Guðmundsson formennsku, en við tók Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur. Hélst þessi skipan til ársins 1950, tók þá Sigurður Þórarinsson við ritstjórninni, en Sigurður Pétursson, gerlafræðingur, varð formaður félagsins. Þeir Sigurður Þórarinsson og Hermann Einarsson, fiskifræðingur, önnuðust rit- stjórn Náttúrufræðingsins til skiptis árin 1950—55. I þeirra ritstjórnartíð var tekin upp sú nýjung að birta enskt ,,summary“ með helstu greinum ritsins, enda gerðist efni þess stöðugt meira vísindalegt og byggt á frumrannsóknum. Árið 1950 var ráðinn nýr afgreiðslumaður Náttúrufræðingsins, Stefán Stefánsson, bóksali, og hefur hann gegnt því starfi síðan af mikilli kostgæfni. Með afhendingu náttúrugripasafnsins hvarf í burtu meginefniö í Skýrslu um Hið íslenska náttúrufræðifélag, svo að útgáfu þeirra ritraðar var hætt. Síðasta skýrslan var um árin 1944 — 46, en kom ekki út fyren árið 1951. Næstu skýrslur félagsins voru um árin 1947—49 og komu út í einu lagi í Náttúrufræðingnum árið 1952, þær fyrstu, sem þar birtust. Skýrslurnar um árin 1950—52 er svo að finna, einnig í einu lagi, í árganginum 1953. Allt frá því, að Náttúrufræðifélagið tók við Náttúrufræðingnum árið 1941, hafði fjárhag hans verið haldið aðgreindum frá rekstri félagsins. Veitti félagið ritinu árlegan fjárstyrk, að upphæð kr. 2.000 árin 1942 — 44, kr. 3.000 1945 — 50 og kr. 6.000 árið 1951. Hér kom á móti, að félagsmenn fengu ritið á lægra verði en aðrir áskrifendur. Það gerðist svo árið 1952, að Náttúrufræðingurinn er gerður að fé- lagsriti Hins íslenska náttúrufræðifélags. Tímabilið 1952—1980. Breyting sú á lögum Náttúrufræðifélagsins, sem gerð var vegna breyttrar stöðu Náttúrufræðingsins, var samþykkt á aðalfundi 9/2 1952. Skyldi nú 8. gr. laganna orðast þannig: „Félagið gefur út tímaritið Náttúrufræð- inginn, er félagsmenn fá ókeypis. I honum skal hvert ár birta skýrslu um starfsemi og hag félagsins og félagatal fimmta hvert ár.“ Á fundinum var um leið hækkað félagsgjaldið úr 10 kr. í 40 kr. Sá einstæöi atburður gerðist árið 1952, að mjög rausnarleg gjöf var gefin til styrktar Náttúrufræðingnum. Var það Þorsteinn Kjarval, sem færði ritinu 45.000 krónur í peningum. Þetta var mikil fjárhæð í þá daga, sem aðeins hefur tekist að bjarga að hluta í verðbólgunni. 1 lok ársins 1980 var upphæðin i Kjarvalssjóðnum kr. 279.407. Vöxtum af sjóðnum hefur verið varið sérstaklega til þess að standa straum af myndaflokkum Náttúrufræðingsins. Afkoma Náttúrufræðingsins batnaði nú mikið, og árið 1955 var hann stækkaður 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.