Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 42
6. mynd. Kort Trausta Einarssonar (1962) af svæðinu umhverfis Hvalfjarðarbotn. N, N2
o. s. frv. eru myndanir með réttri segulstefnu; R,, R2 o. s. frv. með öfugri segulstefnu. Bergið
cldist frá austri til vesturs í átt frá gosbeltinu. Scgulmælingar af þessu tagi eru hin öflugasta
aðferð sem nú er notuð til að korta íslenska berglagastaflann.
virkt og skrá jafnóðum. Mælinn má
draga á eftir skipi á siglingu eða flugvél
á flugi, þannig að hann sé fjarri trufl-
andi áhrifum frá farkostinum. Nú voru
segulmælingar teknar upp sem fastur
rannsóknarþáttur hafrannsóknaskipa,
sem sigldu um höfin í ýmsum erinda-
gerðum, og það voru haffræðingar á
Scrippsstofnuninni í Kaliforníu, sem
veittu því athygli, að þegar segulmæl-
inganiðurstöður frá austurhluta Kyrra-
hafsins voru teiknaðar á kort komu í ljós
segulfrávik, sem líktust hryggjum og
dölum. Þarna skiptust á ræmur með
tiltölulega sterku segulsviði, svonefnd
jákvæð frávik, og ræmur með lágum
segulstyrk, neikvæð frávik. Frávik þessi
nefnast segulræmur, og oft má fyglja
einstökum ræmum þúsundir kílómetra
— sumar þeirra hafa verið raktar hálfa
leið kringum hnöttinn. Ekki leið á löngu
þar til Ijóst var, að segulræmur ein-
kenndu nær því allan hafsbotninn, en
ekki auðnaðist mönnum þó að finna
viöhlítandi skýringu fyrst í stað.
Árið 1960 var áðurnefndur Harry
Hess í rannsóknarleyfi í Cambridge á
Englandi og þar flutti liann erindi inn-
an jarðfræðideildarinnar, sem efnislega
var samhljóða greininni, sem út kom
1962. Þá voru þar jafnframt Drum-
mond Matthews, kennari í bergfræði,
36