Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 20
3. mynd. Efri myndin: Uppskipun og flutningur farangurs í Kamarujukfirði í júní 1930.
Maöurinn á myndinni er Jón frá Laug. Neðri myndin: Mótorsleði dreginn upp eftir
skriðjökli i átt til birgðastöðvarinnar í 975 m hæð.
áður en lagt skyldi upp í þann leiðang-
ur. En Wegener var ekki af baki dottinn.
Sumarið eftir, 1929, heldur hann til
Vestur-Grænlands ásamt þremur öðr-
um þýskum vísindamönnum, Johannes
Georgi, Fritz Loewe og Ernst Sorge, til
að finna stað, þar sem vænlegt væri að
komast upp á meginjökulinn með mik-
inn leiðangur næsta sumar og til að
prófa tæki, m. a. til bergmálsmælinga á
þykkt jökulsins. Slíkar mælingar á ís-
þykkt voru þá alger nýlunda. Wegener
hafði m. a. hug á að kanna þá tilgátu
sína, að land liefði sigið svo miðsvæðis á
Grænlandi undan jökulfarginu, að
jökullinn næði þar e. t. v. niður fyrir
sjávarmál. Á miðjum hájöklinum, í
3000 m hæð, átti að koma upp rann-
sóknarstöð, Eismitte eða Miðjökulsstöð, til
veðurathugana og ýmissa annarra
mælinga í a. m. k. eitt ár.
Sá staður, sem valinn var til upp-
14