Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 28
1902, að landrek frá pólsvæðunum
myndi geta átt sér stað. Árið 1908 gaf
bandarískur visindamaður, Frank B.
Taylor, út bækling á eigin kostnað, er
var síðan birtur 1910 í Geological Society of
America Bulletin 21 (bls. 197 — 226), með
titlinum: Beanngs of the Tertiary mountain
bell in the origin of the earlh ’splan. Þar setur
Taylor fram skoðanir um landrek (7.
mynd), sem um margt voru mjög svip-
aðar skoðunum Wegeners en i sumu
líkari núráðandi skoðunum um rek, eins
og sjá má á korti hans. Taylor vekur
athygli á Miðatlantshryggnum í sam-
bandi við rekið. Hann reiknaði einnig
með reki í átt að miðbaug.
Að því er Wegener heldur fram í
fyrsta fyrirlestri sínum um landrekið,
hafði hann enga vitneskju um þessa
fyrirrennara sína, þegar skoðanir hans
voru að mótast. Hann setur landreks-
kenninguna fram á miklu breiðari
grundvelli en Taylor, færir fyrir henni
miklu fleiri og meira sannfærandi rök og
fylgir málinu fast eftir. Það var að heita
má eingöngu hans rit, sem kom róti á
hugi manna og menn tóku afstöðu til.
Er ekki að ófyrirsynju, að bent hefur
verið á Alfred R. Wallace og Charles
Darwin sem hliðstæðu Taylors og
Wegeners.
Þegar frá upphafi urðu skoðanir mjög
skiptar um Wegenerskenninguna. Hún
hlaut marga áhangendur og suma
ákafa, en einnig hatrama andstæðinga.
Meðal annarra voru tveir af allra
fremstu jarðfræðingum Þjóðverja í
þann tíma, Hans Stille og áðurnefndur
Hans Cloos, í hópi hinna vantrúuðu.
Með vaxandi gengi jarðeðlisfræði á 3. og
4. áratug okkar aldar óx mótbyr gegn
kenningunni og þá einkum vegna þess,
að Jreir kraftar, er Wegener hafði reikn-
að með að drifu landrekið, reiknuðust
vera hlægilega langt frá því að geta það.
Pólflóttaaflið rninna en hundraðþús-
undasti þess, er þyrfti til að valda land-
reki. I síðari útgáfum bókar sinnar
viðurkennir Wegener sjálfur, að fleira
muni líklega þurfa til en pólflótta og
vesturrek, og telur þar á meðal hitafars-
strauma undir jarðskorpunni, sem þá
var farið að ræða.
I nóvember 1926 var haldin i New
York borg, á vegum Félags amerískra
olíujarðfræðinga, ráðstefna um landrek
og Wegenerskenninguna. Aðalhvata-
maður ráðstefnunnar, van der Gracht,
varaforseti stórs olíufélags, Maryland
Oil Company, lýsti í setningarræðu
vaxandi hrifningu sinni af þessari
kenningu. En þótt einstaka ræðumaður
á þessari ráðstefnu, svo sem hinn virti
Reginald Daly, teldu kenninguna at-
hyglisverða og i sumu sannfærandi,
voru flestir ræðumenn henni mjög and-
snúnir. Fóru sumir virtir vísindamenn
unt hana háðulegum orðum og segja
má, að með þessari ráðstefnu hafi hún
verið kveðin svo niður vestanhafs, að
hún mátti heita þurrkuð út úr hugurn
jarðvísindamanna þar í meir en aldar-
fjórðung. En austan hafs voru nokkrir
mikilsmetnir jarðfræðingar, sem ekki
létu af trúnni á landrek og töldu, að ekki
yrði gengið framhjá mörgum rökum
Wegeners. enda þótt þeir teldu skýring-
ar hans á landrekinu fjarstæðu, og
hölluðust helst að hitafarsstraumum
undir jarðskorpunni.
Meðal þessara jarðfræðinga var
Suður-Afríkumaðurinn Du Toit, einn
einbeittasti postuli landrekskenningar-
innar á 3. og 4. áratugnum, enda nokkur
af sterkustu rökum Wegeners sótt til
Suður-Afríku. Annar, sem vert er að
22