Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 48
efnisins í jarðmöttlinum, sem er orsök jarðskorpuhreyfinga og eldvirkni. En hvernig verður slík iðuhreyfing? Það er alkunna, að saltlög í jörðu, sem eru léttari en setbergið ofan á, stiga upp í gegnum það og mynda svonefnda saltstöpla. Sömuleiðis má e. t. v. draga lærdóm af hegðun andrúmsloftsins, þótt um ólík efni sé að ræða. A sólríkum degi hitna neðstu loftlögin vegna endur- geislunar frá jarðaryfirborði, uns þau verða léttari en kaldari loftlög ofan við, og þyngdar-ójafnvægi skapast. Létta loftið rís í strókum gegnum kalda lagið og myndar jrrumubólstra. Jarðmöttull- inn virðist haga sér á svipaðan hátt. I möttulstróknum ris heitt og tiltölulega létt möttulefni, og þegar þrýstingnum léttir ofarlega í stróknum, bráðnar hluti efnisins og myndar blágrýtiskviku. Ofan á hinum kvika möttli flýtur jarðskorpan líkt og ís á vatni. Hreyfing- ar hennar á hverjum stað ráðast af eiginleikum hennar sjálfrar, sambandi hvers skorpufleka við flekana í kring, og iðustraumunum undir. Áður var skýrt frá niðurstöðum reiknifræðilegra rann- sókna Venig Mainesz þess efnis, að dreifing meginlanda, miðhafshryggja, fellingafjalla o. fl. þátta á yfirborði jarðar, væri í samræmi við þá hugmynd, að í möttlinum væru keflislaga iðu- straumar. Þrátt fyrir þessa samsvörun er sitthvað, sem bendir til þess, að iðu- göndlar sem slíkir myndist ekki í möttlinum, heldur risi efnið um hina staðbundnu möttulstróka, og dreifist síðan til allra átta undir jarðskorpunni. Áður töldu menn miðhafshryggi myndast þar sem möttulefni rís á mót- um tveggja iðugöndla, skorpuflekarnir bærust siðan út frá hryggnum hvor á sínum göndli, og eyddust loks i Benioff-beltunum á niðurstreymishlið göndulsins. Gegn þessu mælir sú mjög svo mikilvæga staðreynd, að segulræm- urnar á hafsbotninum eru ævinlega samhverfar um hryggina, sem sannar að þeir hreyfast sjálfir. Þeir berast fram og aftur eftir því hvaða mótstöðu hvor fleki mætir, sem sýnir, að hryggjakerfi jarð- arinnar er ekki spegilmynd iðugöndla í möttlinum. Þvert á móti knýr upp- streymi efnis í möttulstrókum allt hryggja- og flekakerfið, sem hreyfist yfir jarðkúluna eftir leiðum hinnar minnstu mótstöðu. Ymis þau rannsóknarverk- efni, sem nú er fengist við í jarðeðlis- fræði, beinast einmitt að því að ákvarða eðliseiginleika jarðmöttulsins og það, hvernig hann iðar. LOKAORÐ Flestar jarðfræðirannsóknir, sern gerðar hafa verið hér á landi síðasta áratuginn, hafa verið að einhverju eða öllu leyti unnar í anda flekakenningar- innar, enda vandséð hverngi annað mátti verða. fsland er einn af fáum stöðum þar sem Mið-Atlantshafs- hryggurinn stendur upp úr sjónum: hér er hægt að labba um hafsbotninn, ef svo má að orði komast, og kanna með auð- veldum hætti sitthvað það sem fræði- menn annarra þjóða eru að fást við úti á reginhafi, með ærnum kostnaði, úr haf- rannsóknaskipum og jafnvel kafbátum. Borholur eru boraðar hér og þar, marg- ar á ári, allt niður á 3ja km dýpi, en bandaríska rannsóknarskipið Glomar Challenger, sem er búið merkilegum og sérstökum bor og telst eitt af tækni- undrum veraldar, hefur einmitt siglt um heimshöfin í heilan áratug og borað i 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.