Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 13
úr 12 örkum í 14 á ári. Hefur ritið oftast haldið þeirri stærð síðan, en stundum líka
gert betur. Tala félagsmanna hefur stöðugt farið vaxandi, einkum ársfélaga inn-
anlands, en þeir voru 155 í árslok 1951 og 864 í árslok 1965. í árslok 1980 voru
ársfélagar innanlands orðnir 1590, en aðrir félagar og áskrifendur ritsins heima og
erlendis voru 231, alls 1821.
Arið 1956 tók Sigurður Pétursson við ritstjórn Náttúrufræðingsins, en Sturla
Friðriksson, erfðafræðingur, tók þá við formennsku í Náttúrufræðifélaginu. Þrír
náttúrufræðingar voru fengnir að ritinu sent meðritstjórar til aðstoðar við öflun efnis.
Voru það þeir Finnur Guðmundsson, fuglafræðingur, Sigurður Þórarinsson, jarð-
fræðingur, og Trausti Einarsson, jarðeðlisfræðingur. Árið 1961 bættist svo Eyþór
Einarsson, grasafræðingur, í hópinn. Gerðar voru árið 1956 nokkrar breytingar á
frágangi ritsins. Auglýsingar á kápu voru felldar burtu. I staðinn komu á innsíður
kápunnar upplýsingar um Náttúrufræðifélagið og Náttúrufræðinginn, bæði á ís-
lensku og ensku, en á öftustu síðu kápunnar var sett efnisyfirlit heftisins hverju
sinni. Allar auglýsingar annars staðar í ritinu voru svo felldar niður nokkru síðar. Á
forsíðu kápu hvers heftis var, auk ártals og númera árgangs og heftis, tilgreint bæði
mánuðinn og árið, þegar heftið kom út. Sömu upplýsingar voru settar efst á fremstu
siðu textans. Var þetta gert til þess, að sjá mætti raunverulegan aldur efnisins i
heftinu, ef dráttur hefði orðið á útkomu þess, en svo vill oft verða, sem kunnugt er.
Prentun ritsins var flutt í Prentsmiðjuna Odda, þar sem hún fer ennþá fram. I
tilefni af 25 ára afmæli Náttúrufræðingsins var gefin út sérprentuð Höfunda- og
efnisskrá yfir 1. — 25. árgang ritsins, en Sigurður Pétursson hafði tekið hana saman.
Eftir 10 ára starf þótti Sigurði tími til kominn að hætta og skipta bæri um
ritstjóra. Tók þá við Örnólfur Thorlacius, menntaskólakennari, en hann ritstýrði
aðeins árganginum 1966. Um áramótin 1967 — 68 urðu aftur ritstjóraskipti við
Náttúrufræðinginn, og tók þá við Óskar Ingimarsson, bókavörður. Þá var og sett á
laggirnar ritnefnd í stað meðritstjóranna og tóku þar sæti: Eyþór Einarsson, grasa-
fræðingur, Arnþór Garðarsson, dýrafræðingur, Sveinbjörn Björnsson, eðlisfræð-
ingur, Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur og Örnólfur Thorlacius, menntaskóla-
kennari. Hefur nefnd þessari ekki verið breytt síðan. Nokkur dráttur hafði orðið á
útkomu ritsins, en Óskar var fljótur að vinna hann upp. Kom árgangurinn 1967 út
á árinu 1968 og siðan árgangarnir 1968—1971 sem næst á tilsettum tímum. Óskar
Ingimarsson er sá eini af ritstjórum Náttúrufræðingsins, sem ekki hafði lagt stund á
náttúrfræði. Kom það ekki að sök og fórst honum ritstjórnin mjög vel úr hendi.
Lauk hann henni með því að taka saman höfunda- og efnisskrá yfir 26.—40. árgang
ritsins, og birtist hún i 4. hefti 41. árgangs í april 1972.
Ritstjórar Náttúrufræðingsins urðu síðan: Sigfús A. Schopka, fiskifræðingur, árin
1972—75, og Kjartan Thors, jarðfræðingur, 1976—80. Hefur ritið dafnað vel undir
þeirra stjórn, bæði hvað snertir fjölbreytni efnis og frágang.
Efnisval og höfundar. Um efni Náttúrufræðingsins hefur að sjálfsögðu oft verið rætt
á aðalfundum félagsins, og skoðanir þá skiptar um, hvort það ætti aðallega að vera
alþýðlegt eða vísindalegt. Án þess, að nokkrar fundarsamþykktir hafi verið gerðar
7