Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 44
7. mynd. Niðurstöður segulmælinga, þykktarmælinga og K—Ar aldursgreininga á
Norðurlandi (lóðrétt til vinstri) bornar saman við „alþjóðlegt segultimatal“ La Brecque o. fl.
(1977) og Blakely (1974). (Kristján Sæmundsson o. fl., 1980).
fleti, sem hallast 45° inn undir megin-
löndin. Þessir skjálftar gætu orsakast af
misgengi bergs við yfirborð iðu-
strauma.“
Þessi skjálftabelti eru nú kölluð Beni-
off-belti, eftir skjálftafræðingnum Hugo
Benioff, sem sýndi fram á það með
skýrum rökum árið 1954, að þessa
skjálfta má rekja til misgengja: Hafs-
botnsflekinn þrýstist undir meginlands-
skorpuna undir 45° horni, og skjálft-
arnir myndast við núninginn — þeir ná
allt niður á 700 km dýpi. Sú tækni hafði
verið þekkt allt frá 1923 að lesa úr jarð-
skjálftum þá hreyfingu, sem skjálftan-
um olli, og Benioff beitti þessari aðferð.
Hins vegar var það ekki fyrr en 1956,
sem skjálftafræðingar Lamont rann-
sóknastöðvarinnar í New York sýndu
fram á það, að upptök jarðskjálfta á
hafsbotninum eru á mið-hafshryggjun-
um, og nú eru það slíkar upplýsingar,
sem segja nákvæmast til um það, hvar
flekamót eru í jarðskorpunni. Astæðan
fyrir því, hve seint menn uppgötvuðu
þessi sannindi, var sú, hve gisið og
38