Náttúrufræðingurinn - 1984, Qupperneq 10
Tegundin Zonitoides nitidus (Múller,
1774) (vallbobbi) hefur lengi
verið hálfgerður vafagemlingur í ís-
lensku sniglafánunni. Bretarnir Armi-
tage og McMillan (1963) segja frá
ungu eintaki, sem fannst í Hveragerði
á stríðsárunum. Snigillinn fannst á
bakka volgs lækjar, en nánari stað-
setning er ekki gefin upp. Nú hefur
þessi tegund fundist á ný, — einmitt í
nánd við Hveragerði. Allmörg eintök
fundust í blautum mosa við volga laug
innarlega í Reykjadal, 2-3 km frá
Hveragerði, og einnig í gróðurhúsi í
kauptúninu (J. Þ.).
VANGAVELTUR UM
ÚTBREIÐSLU
Tuttugu og sex tegundir landkuð-
unga hafa fundist hér á landi. Þrjár
þeirra (Oxychilus draparnaudi (Beck,
1837), Zonitoides arboreus (Say,
1816), og Trichia hispida (Linné,
1758)) eru ótvírætt tengdar mannabú-
stöðum. Ein til viðbótar (vallbobbinn)
hefur einungis fundist við volgar
laugar, og mætti ætla, að hún hafi
borist þangað með mönnum vegna
ræktunarstarfa. Engin gróðurhús eru
þó í grennd, þótt Hveragerði sé vissu-
lega ekki langt undan og tegundin hafi
fundist þar. Á það ber einnig að líta,
að til eru aðrar tegundir hryggleysingja,
sem byggja tilvist sína hér nær ein-
vörðungu á volgum lindum án þess að
sérstök ástæða sé til að setja þær í
samband við umsvif mannsins. Dæmi
um þetta er laugaköngulóin (Pirata
piraticus (Clerck, 1757)) (Brændega-
ard 1958; Árni Einarsson, óbirt gögn).
Af þeim 23 tegundum landkuðunga,
sem hugsanlega hafa lifað hérlendis í
aldaraðir, hafa 20 mjög áþekka út-
breiðslu í NV-Evrópu. Þær hafa fund-
ist víða um sunnanverða Skandinavíu
og einnig á Bretlandseyjum (Kerney
og Cameron 1979). Tvær hinna ný-
fundnu tegunda eru í þessum hópi
(gárastúfur og títubobbi). Um það bil
14 tegundir með svipaða útbreiðslu í
NV-Evrópu hafa ekki fundist í náttúr-
Iegu umhverfi á íslandi. Þrjár þeirra
hafa fundist í Færeyjum (Lauria cyl-
indracea (da Costa, 1778), Oxychilus
cellarius (Muller, 1774) og Aegopin-
ella nitidula (Draparnaud, 1805)) (Fog
1972, Solpy 1981).
Þrjár tegundir skera sig úr ofan-
greindu mynstri. Þetta eru Vertigo teg-
undirnar V. modesta (Say, 1824)
örðustúfur V. alpestris (Alder, 1938),
(tannastúfur) og engjastúfur (V.
lilljeborgi). Þær eru mun norrænni,
eru útbreiddar í Skandinavíu, en sjald-
gæfar eða ófundnar á Bretlandi og
Færeyjum (Kerney og Cameron 1979,
Solhóy 1981). Sex tegundir með norð-
læga útbreiðslu sem líkist þessu, hafa
ekki fundist á íslandi.
Útbreiðsla birkistúfs hér á landi (4.
mynd) virðist ólík útbreiðslu annarra
landsnigia (sbr. Árni Einarsson 1977).
Engin önnur tegund hefur svona
sundurslitna dreifingu. Ennfremur er
ókunnugt um aðra snigla sem byggja
Vesturland öðrum landshlutum frem-
ur. Búseta í Austur-Skaftafellssýslu
kemur minna á óvart því að þar eru
höfuðstöðvar langbobbans. Eyða í út-
breiðslu birkistúfs í Húnavatnssýslum
stafar líklega af því hve litlu hefur
verið safnað þar af landdýrum. Hið
sama á tæpast við um Austfirði og
miðbik Suðurlands því að þar hefur
mikið verið hugað að sniglum.
104