Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 16

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 16
British Isles“ (Clapham o. fl. 1962), „Norsk og svensk flora“ (Johannes Lid 1963) og „Illustrierte Flora von Mittel-Europa" (Gustav Hegi 1961). Hrútaberjalyngið hefur stuttan, hálftrékenndan, fjölæran stöngul sem er ekki skriðull, og á honum myndast einærir stönglar, 6-35 cm háir (meðal- tal 16.5 cm), sem bera stakstæð blöð og enda í blómskipun, og bera einnig einæra, skriðula, blómlausa stöngla, renglurnar eða skollareipin, sem verða allt að 140 cm löng og eru oft rótskeytt í endana. Þau deyja nærri að rót yfir veturinn en upp af þessum neðsta hluta sem lifir vaxa svo stönglar næsta ár. Bæði blómstönglar og renglur eru smá- og gishærð, og oft með fínum, beinum, gisstæðum þyrnum, 0.5—2 mm löngum. Laufblöð eru þrífingruð, stilklöng, blaðstilkur 3.5-15.5 cm langur (meðaltal 6.8 cm), smáblöð skakkegglaga-oddbaugótt eða nærri skáferhyrnd, óreglulega gróf-sagtennt eða tvítennt, græn beggja vegna (stundum hálf-rauðdumbuð), hárlaus á efra borði en gishærð á því neðra; miðbleðillinn stærstur, 3.5-10.5 cm langur (meðaltal 6.5 cm), á stilk sem er 0.6-2.5 cm langur (meðaltal 1.2 cm), en 2-9 cm breiður (meðaltal 4.7 cm); hliðarbleðlar 3.0—9.5 cm langir (meðaltal 5.8 cm), en 2.5—7.5 cm breiðir (meðaltal 4.2 cm). Blómskipun er hálfsveipur með 3-10 blómum, blómin hálfkringsætin, 1-1.5 cm breið, leggstutt og er leggurinn 1—2 cm langur, oft gishærður neðantil. Bikarblöð lensulaga, 3-7 mm löng, odddregin, niðursveigð um blómgun- artímann, fíndúnhærð. Krónublöð hvít-gulhvít, upprétt, 6-8 mm löng, áþekk bikarblöðum að lögun en þó ívið mjórri. Frævlar fjölmargir, upp- réttir, lengri en frævurnar sem eru 5 — 10. Samaldin, hrútaberið, er með 2—6 aðskildum steinaldinum sem eru rauð og gljáandi. Aldinkjötið, súrsætt á bragðið, myndar frekar þunnt lag utan á steininum. Litningafjöldi er 2n=28 (Flora Europaea II, 1968). ÚTBREIÐSLA OG LIFNAÐARHÆTTIR ísland: í flestum hinna eldri rita eru litlar upplýsingar um útbreiðslu hrúta- berjalyngs hér á landi og enn minna er um það sagt við hvers konar skilyrði það vaxi hér. Eins og áður segir er aðeins minnst á hrútaberjalyng á ein- um stað í ferðabók Eggerts og Bjarna (1772) en það er í kafla um Snæfells- nes. Hvort þeir félagar hafa einungis rekist á það þar á ferðum sínum um landið skal þó ósagt látið, enda er það í hæsta máta ósennilegt. Nicolai Mohr (1786) segir í bók sinni að hrútaberja- lyng vaxi á mörgum stöðum bæði á Norður- og Austurlandi og blómstri um miðjan júní, en getur þess ekki á hvers konar stöðum það vaxi. í ýmsum öðrum erlendum ferðabókum um ís- land er getið um einstaka fundarstaði tegundarinnar, en hjá C. C. Babing- ton (1871) er þetta dregið saman og eftirfarandi staðir taldir upp í þessari röð: Reykjavík, Geysir, Hafnarfjörð- ur, Þingvellir, Ljósavatn, Laugarvatn, Staðarfell, Seyðisfjörður og Skaga- fjörður, og loks sagt að hún sé algeng í norður- og austurhlutum landsins. Babington hefur þó ekkert eftir þess- um ferðabókahöfundum um staðhætti á þessum vaxtarstöðum og ég hef ekki haft aðstöðu til að athuga sjálfur hvort þeir segja eitthvað um það. Það er fyrst í flóru Chr. Grónlunds (1881) að því er slegið föstu að hrútaberjalyng sé hér algengt, einkum í birkikjarri og gjám og er líklega átt við hraungjótur en gæti einnig verið átt við gil og lautir; síðan eru tilgreindir eftirfarandi staðir: Kúadalur, Húsafellsskógur, 110
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.