Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 16
British Isles“ (Clapham o. fl. 1962),
„Norsk og svensk flora“ (Johannes
Lid 1963) og „Illustrierte Flora von
Mittel-Europa" (Gustav Hegi 1961).
Hrútaberjalyngið hefur stuttan,
hálftrékenndan, fjölæran stöngul sem
er ekki skriðull, og á honum myndast
einærir stönglar, 6-35 cm háir (meðal-
tal 16.5 cm), sem bera stakstæð blöð
og enda í blómskipun, og bera einnig
einæra, skriðula, blómlausa stöngla,
renglurnar eða skollareipin, sem verða
allt að 140 cm löng og eru oft rótskeytt
í endana. Þau deyja nærri að rót yfir
veturinn en upp af þessum neðsta
hluta sem lifir vaxa svo stönglar næsta
ár. Bæði blómstönglar og renglur eru
smá- og gishærð, og oft með fínum,
beinum, gisstæðum þyrnum, 0.5—2
mm löngum. Laufblöð eru þrífingruð,
stilklöng, blaðstilkur 3.5-15.5 cm
langur (meðaltal 6.8 cm), smáblöð
skakkegglaga-oddbaugótt eða nærri
skáferhyrnd, óreglulega gróf-sagtennt
eða tvítennt, græn beggja vegna
(stundum hálf-rauðdumbuð), hárlaus
á efra borði en gishærð á því neðra;
miðbleðillinn stærstur, 3.5-10.5 cm
langur (meðaltal 6.5 cm), á stilk sem
er 0.6-2.5 cm langur (meðaltal 1.2
cm), en 2-9 cm breiður (meðaltal 4.7
cm); hliðarbleðlar 3.0—9.5 cm langir
(meðaltal 5.8 cm), en 2.5—7.5 cm
breiðir (meðaltal 4.2 cm). Blómskipun
er hálfsveipur með 3-10 blómum,
blómin hálfkringsætin, 1-1.5 cm
breið, leggstutt og er leggurinn 1—2
cm langur, oft gishærður neðantil.
Bikarblöð lensulaga, 3-7 mm löng,
odddregin, niðursveigð um blómgun-
artímann, fíndúnhærð. Krónublöð
hvít-gulhvít, upprétt, 6-8 mm löng,
áþekk bikarblöðum að lögun en þó
ívið mjórri. Frævlar fjölmargir, upp-
réttir, lengri en frævurnar sem eru 5 —
10. Samaldin, hrútaberið, er með 2—6
aðskildum steinaldinum sem eru rauð
og gljáandi. Aldinkjötið, súrsætt á
bragðið, myndar frekar þunnt lag utan
á steininum. Litningafjöldi er 2n=28
(Flora Europaea II, 1968).
ÚTBREIÐSLA OG
LIFNAÐARHÆTTIR
ísland: í flestum hinna eldri rita eru
litlar upplýsingar um útbreiðslu hrúta-
berjalyngs hér á landi og enn minna er
um það sagt við hvers konar skilyrði
það vaxi hér. Eins og áður segir er
aðeins minnst á hrútaberjalyng á ein-
um stað í ferðabók Eggerts og Bjarna
(1772) en það er í kafla um Snæfells-
nes. Hvort þeir félagar hafa einungis
rekist á það þar á ferðum sínum um
landið skal þó ósagt látið, enda er það
í hæsta máta ósennilegt. Nicolai Mohr
(1786) segir í bók sinni að hrútaberja-
lyng vaxi á mörgum stöðum bæði á
Norður- og Austurlandi og blómstri
um miðjan júní, en getur þess ekki á
hvers konar stöðum það vaxi. í ýmsum
öðrum erlendum ferðabókum um ís-
land er getið um einstaka fundarstaði
tegundarinnar, en hjá C. C. Babing-
ton (1871) er þetta dregið saman og
eftirfarandi staðir taldir upp í þessari
röð: Reykjavík, Geysir, Hafnarfjörð-
ur, Þingvellir, Ljósavatn, Laugarvatn,
Staðarfell, Seyðisfjörður og Skaga-
fjörður, og loks sagt að hún sé algeng í
norður- og austurhlutum landsins.
Babington hefur þó ekkert eftir þess-
um ferðabókahöfundum um staðhætti
á þessum vaxtarstöðum og ég hef ekki
haft aðstöðu til að athuga sjálfur hvort
þeir segja eitthvað um það. Það er
fyrst í flóru Chr. Grónlunds (1881) að
því er slegið föstu að hrútaberjalyng sé
hér algengt, einkum í birkikjarri og
gjám og er líklega átt við hraungjótur
en gæti einnig verið átt við gil og
lautir; síðan eru tilgreindir eftirfarandi
staðir: Kúadalur, Húsafellsskógur,
110