Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 17
Reynivallaháls, Dalsfjall og gjóta við Mývatn. I handriti Torfa Bjarnasonar (1897) segir einnig að hrútaber vaxi víða innan um skóg og líka í urðum og hraunum. Af ýmsum ritgerðum um tiltekin svæði eða landshluta frá árunum um og fyrir síðustu aldamót, t. d. greinum Stefáns Stefánssonar (1895) og Helga Jónssonar (1896, 1899 og 1905), kem- ur greinilega fram að mönnum hefur þá verið orðið það ljóst, að hrúta- berjalyng er algengt á láglendi um land allt, og upplýsingar um staðhætti þar sem hrútaberin vaxa eru svipaðar og fram koma í eldri heimildum: í>au vaxa í kjarri, grasbrekkum, blóma- brekkum, urðum og hraunum. í öllum útgáfum Fióru íslands (Stefán Stefáns- son 1901, 1924 og 1948) segir hins vegar að þau vaxi „innan um lyng og skógarkjarr“, og þau séu algeng um allt land, nema sjaldgæf á miðhá- lendinu. Áskell Löve (1945, 1970, 1977 og 1981) segir í raun hið sama um vaxtarstaði, nema hvað hann breytir orðaröðinni og segir hrútaberjalyngið vaxa „innan um kjarr og lyng“ um land allt og undanskilur ekki hálendið. í bók sinni „Gróður á íslandi" telur Steindór Steindórsson (1964) hrúta- berjalyng meðal þeirra tegunda sem einkenni bæði grasbrekkur og blóm- lendi en getur þess hvorki í lyngdæld- um né lyngmóum. Aftur á móti telur hann það meðal einkennisplantna í hraungjótugróðri og í blómlendis- gróðri undir kjarri og skógi. Þessar upplýsingar Steindórs eru mjög í samræmi við mína eigin reynslu af hrútaberjalyngi, nefnilega að það vaxi einkum í'gras- blómlendisgróðri, sem stundum er blandaður lyngi en lyngtegundir þó sjaldan ríkjandi, og undir kjarri og í skógi þar sem jurtir en ekki lyngtegundir eru ríkjandi í und- irgróðrinum. Þennan gras- blóm- lendisgróður er svo oft að finna í dæld- um, lautum og giljum, en einnig í skjólsælum urðum og hraungjótum. Hrútaberjalyngið vex þó stundum líka þar sem lyng er ríkjandi og þá einkum bláberja- og/eða aðalbláberjalyng, en stöku sinnum innan um beitilyng og/ eða krækilyng, sjá t. d. Emil Hadac (1949) og Steindór Steindórsson (1966). Það sem sagt er um útbreiðslu hrútaberjalyngsins hérlendis í Flóru ís- lands (Stefán Stefánsson 1901, 1924 og 1948) og vísað er til hér að framan virðist rétt í meginatriðum, en í ein- stöku héruðum er þó lítið um það. Þannig virðast hrútaber ekki vaxa víða í Vestmannaeyjum (Sturla Friðriksson o. fl., 1972), vera einungis í stærstu eyjunum á Breiðafirði (Ingólfur Dav- íðsson, 1943); vanta í Æðey (Steindór Steindórsson 1942), í Grímsey (E. W. Jones 1937 og Steindór Steindórsson 1954), og í Hrísey (Ingimar Óskarsson 1930); vera sjaldgæf á Siglufirði og Héðinsfirði (Guðmundur Magnússon, 1964), vera sjaldgæf vestan en algeng austan vatns í Mývatnssveit (Helgi Jónasson 1972); vera frekar óvíða á Melrakkasléttu (Steindór Steindórs- son 1936, og eigin athuganir) og loks að vanta í Papey (Steindór Steindórs- son 1963). Þrátt fyrir þessar undantekningar, verður hrútaberjalyngið að teljast al- gengt hér á landi, en vaxa nærri ein- göngu á láglendi og um neðanverðar hlíðar, þ. e. neðan 300 m hæðar yfir sjávarmál. Þó er mér kunnugt um nokkra vaxtarstaði ofan 400 m hæðar og eru sumir þeirra á miðhálendinu þar sem tegundin er sjaldgæf eins og áður segir. Þannig vaxa hrútaber í 440-450 m hæð í Karlsdrætti við Hvítárvatn (eigin athugun), í 430-440 m hæð í Einihvammi í Blöndugili (Helgi Hallgrímsson 1972) og í um 475 111
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.