Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 22
um breiddargráðum í Ameríku og
Asíu. Blómin eru hvít en aldinin eru
appelsínugul, sérkennileg á bragðið en
samt góð til átu, og hefur Ingimar
Óskarsson kallað þessa tegund hreins-
ber á íslensku.
Tvær evrópskar tegundir, auk hrúta-
berjalyngsins, teljast til deiliættkvíslar-
innar Cyclactis, og eru þær allar með
jurtkenndan stöngul eða því sem næst.
Önnur þeirra, Ritbus arcticus, vex í
Skandinavíu, einkum norðantil, og er
einna fegurst allra Rubus-tegunda,
fremur smá og fíngerð með þrífingr-
uðum blöðum, rósrauðum blómum og
dökkrauðum, sætum aldinum. Hún
vex í skóg- og kjarrlendi þar sem und-
irgróður er graskenndur.
Loks er rétt að minnast á Rubus
idaeus, hindber, sem teljast til deili-
ættkvíslarinnar Ideobatus ásamt
nokkrum fleiri tegundum. Hindberja-
plantan er lágvaxinn, þyrnóttur runni
með stakfjöðruðum blöðum, hvítum
blómum og rósrauðum, sætum aldin-
um sem mikið eru notuð til átu og í
sultu. Hindber hafa verið ræktuð all-
víða hér á landi síðustu hundrað árin
vegna berjanna. Á stöku stað hafa
hindberjaplöntur slæðst úr ræktuðu
landi og farið að vaxa utan garða. Til
sömu deiliættkvíslar teljast laxaber,
Rubus spectabilis, norðuramerískur
runni með rauðum blómum og lax-
rauðum berjum, sem einnig hefur ver-
ið reynt að rækta hér.
ÞAKKIR
Ég vil þakka nafna mínum, Eyþóri Erlends-
syni, sérstaklega fyrir þann óvenjulega áhuga og
velvild sem hann hefur sýnt Náttúrufræðingnum
með því að gefa ritinu litmyndina sem þessari
grein fylgir, og er það reyndar ekki fyrsta lit-
myndin sem hann gefur til að prýða ritið.
HEIMILDIR
Áskell Löve. 1945. fslenzkar jurtir. —
Kaupmannahöfn.
Áskell Löve. 1970. íslenzk ferðaflóra. -
Reykjavík.
Áskell Löve. 1977. íslenzk ferðaflóra. 2.
útgáfa. — Reykjavík.
Áskell Löve. 1981. íslenzk ferðaflóra. 2.
útgáfa aukin og endurbætt. -
Reykjavík.
Babington, C. C. 1871. A revision of the
flora of Iceland. — The Journal of the
Linnean Society, Botany, Vol. XI:
282-348.
Björn Halldórsson. 1774. Stutt ágrip úr
Lachanologia eða Mat-urta-bók fyrr.
vicelögm. Hr. Eggerts Ólafs Sonar um
Garð-yrkju á íslandi. — Kaupmanna-
höfn.
Björn Halldórsson. 1783. Grasnytjar. —
Kaupmannahöfn.
Böcher, Tyge W. & fl. 1978. Grónlands
Flora. 3. reviderte udgave. — Kpben-
havn.
Clapham, A. R. & al. 1962. Flora of the
British Isles. Second Edition. — Cam-
bridge.
Eggert Ólafsson & Bjarni Pálsson. 1772.
Reise igiennem Island etc. Soróe.
Eggert Ólafsson. 1832. Kvæði. - Kaup-
mannahöfn.
Fournier, P. 1946. Les Quatre Flores de la
France. — Deuxiéme tirage. Paris.
Gísli Oddsson. 1917. De Mirabilibus Is-
Iandiae. - Islandica 10. Ithaca.
Grónlund, Chr. 1884. Islands Flora, etc. -
Kóbenhavn.
Grpntved, Johs. 1942. The Pteridophyta
and Spermatophyta of Iceland. — The
Botany of Iceland. Vol. IV, part 1.
Copenhagen. London.
Guðbrandur Magnússon. 1964. Flóra
Siglufjarðar. - Flóra 2: 51-64.
Guðni Jónsson. íslenskar sögur og sagna-
þættir. — Reykjavík.
Hadað, Emil. 1949. The Flora of Reykja-
nes Peninsula, SW-Iceland. - The
Botany of Iceland. Vol. V, 1. Copen-
hagen.
114