Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 42

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 42
þessu stóð (2. mynd). Hann segir svo frá í bréfi (til S. Þ.): „Undirritaður var staddur í Surtsey 21. ágúst 1966 þegar pele-hárið myndaðist. Veður var mjög gott, hægur austan andvari og sólskin. Gos var í þremur gígum, en þó langmest í þeim sem næst var brekkurótinni (þ. e. þeim nyrsta). Undirritaður var með myndavél til að taka myndir af gosinu og var staddur nokkru suðvestan við gígana, þegar hegðun gossins í aðalgígnum (2. mynd) breyttist skyndilega. Áður hafði gosið með aðskildum sprengingum með stutt- um hléum á milli, og fylgdu sprenging- unum allháir hraunstrókar, sem að miklu leyti féllu niður í gíginn aftur, en að nokkru leyti á gígbarmana og hlóðu þá upp, en gígurinn var kringlóttur og keilulaga með bröttum börmum nema að austan, en þar var skarð sem hraunið féll út um. Breytingin var í því fólgin að sprengingar hættu, en í þess stað hófst stöðugt uppstreymi kviku og gastegunda. Kvikustrókurinn varnokk- uð stöðugur og hefur sennilega náð ein- hverja tugi metra uppfyrir gígbrúnirn- ar. Þessu fylgdi hvinur, ekki alveg ólík- ur og úr þrýstiloftshreyfli í flugvél, en verulega lægri. Strókurinn stóð ekki al- veg beint upp í loftið, heldur hallaði dálítið til suðvesturs svo að þegar hann kom niður aftur lenti hann að mestu utan á gígbrúninni, en ekki niður í gíg- inn. Þar fór fljótlega að renna klepra- straumur niður gígbrúnina og glóði fagurlega, þegar glóandi eldspýjurnar féllu niður á seigfljótandi kleprana, sem mjökuðust niður brattan gígvegg- inn. Undirritaður færði sig strax nær gígn- um og tók nokkrar myndir af þessu fyrirbæri á litfilmu. Eftir tíu til fimmtán mínútur lauk þessu og gosið breyttist aftur í fyrra horf. Rétt á eftir gekk undirritaður vestur fyrir gíginn og sá þá vöndla af steinull, sem lágu í holum og gjótum og ultu undan golunni. Sumsstaðar lá ullin í nýjum fótsporum í lausri gjósku. Eng- inn vafi er á að pele-hárið myndaðist meðan á þessari óvenjulegu hegðun gossins stóð, því undirritaður var nýbú- inn að ganga yfir svæðið sem ullin féll á, aðeins skammri stundu áður en gosið breytti um hegðun, en þá var þar ekk- ert óvenjulegt að sjá“. Vart hefur orðið við nornahárs- myndun í flestum ef ekki öllum 8 Kröflugosunum 1975—1981. Mest var þó um það í tveimur næstsíðustu gos- unum. í sjöunda gosinu, sem hófst 30. jan. 1981, ringdi fyrstu gosnóttina tals- verðu af nornahári, tiltölulega grófu, á þann er þetta ritar og fleiri um 0.5 km norðvestur af aðalgígnum, sem þá var í gangi. Áttunda Kröflugosið hófst aðfara- nótt 18. nóvember 1981. Þetta gos myndaði meira hraun, enda á lengra sprungukerfi en nokkurt undangeng- inna Kröflugosa. Þ. 21. nóvember um hádegið fóru frá Norrænu eldfjalla- stöðinni: Eysteinn Tryggvason, Hall- dór Ólafsson og Magnús Ólafsson, frá Leirhnjúk yfir að mælipunkti í Hvannstóði. Þá var í gangi milli Hófs og Rauðkolls lítill gígur, þar sem nú eru nefndar Sléttuborgir. í gígnum var nokkurt fruss, en ekki sást hraun- straumur frá honum. Kl. 13:30 var að draga úr gosinu. Snjór var yfir öllu utan hrauna. í vindátt frá gígnum á Ieið þeirra að Hvannstóði urðu þeir félagar varir við mikið af nornahári á snjónum, sem líklega hefur verið ný- lega myndað er þeir fóru þarna um. Það myndaðist ekki meðan þeir voru þarna. Var mikið af því í vöndlum og stærstu vöndlarnir um 0,5 m langir og 15-20 cm í þvermál. Suður í Bjarnar- flag hafði borist talsvert af glerþráðum upp í 15 cm á lengd og með lítinn glerhnúð eins og perlu á endanum (Halldór Ólafsson, munnlegar upplýs- ingar). Lýkur hér að segja frá náttúrlegri steinullarmyndun á íslandi. 132
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.