Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 42
þessu stóð (2. mynd). Hann segir svo
frá í bréfi (til S. Þ.):
„Undirritaður var staddur í Surtsey 21.
ágúst 1966 þegar pele-hárið myndaðist.
Veður var mjög gott, hægur austan
andvari og sólskin. Gos var í þremur
gígum, en þó langmest í þeim sem næst
var brekkurótinni (þ. e. þeim nyrsta).
Undirritaður var með myndavél til að
taka myndir af gosinu og var staddur
nokkru suðvestan við gígana, þegar
hegðun gossins í aðalgígnum (2. mynd)
breyttist skyndilega. Áður hafði gosið
með aðskildum sprengingum með stutt-
um hléum á milli, og fylgdu sprenging-
unum allháir hraunstrókar, sem að
miklu leyti féllu niður í gíginn aftur, en
að nokkru leyti á gígbarmana og hlóðu
þá upp, en gígurinn var kringlóttur og
keilulaga með bröttum börmum nema
að austan, en þar var skarð sem
hraunið féll út um. Breytingin var í því
fólgin að sprengingar hættu, en í þess
stað hófst stöðugt uppstreymi kviku og
gastegunda. Kvikustrókurinn varnokk-
uð stöðugur og hefur sennilega náð ein-
hverja tugi metra uppfyrir gígbrúnirn-
ar. Þessu fylgdi hvinur, ekki alveg ólík-
ur og úr þrýstiloftshreyfli í flugvél, en
verulega lægri. Strókurinn stóð ekki al-
veg beint upp í loftið, heldur hallaði
dálítið til suðvesturs svo að þegar hann
kom niður aftur lenti hann að mestu
utan á gígbrúninni, en ekki niður í gíg-
inn. Þar fór fljótlega að renna klepra-
straumur niður gígbrúnina og glóði
fagurlega, þegar glóandi eldspýjurnar
féllu niður á seigfljótandi kleprana,
sem mjökuðust niður brattan gígvegg-
inn.
Undirritaður færði sig strax nær gígn-
um og tók nokkrar myndir af þessu
fyrirbæri á litfilmu. Eftir tíu til fimmtán
mínútur lauk þessu og gosið breyttist
aftur í fyrra horf.
Rétt á eftir gekk undirritaður vestur
fyrir gíginn og sá þá vöndla af steinull,
sem lágu í holum og gjótum og ultu
undan golunni. Sumsstaðar lá ullin í
nýjum fótsporum í lausri gjósku. Eng-
inn vafi er á að pele-hárið myndaðist
meðan á þessari óvenjulegu hegðun
gossins stóð, því undirritaður var nýbú-
inn að ganga yfir svæðið sem ullin féll á,
aðeins skammri stundu áður en gosið
breytti um hegðun, en þá var þar ekk-
ert óvenjulegt að sjá“.
Vart hefur orðið við nornahárs-
myndun í flestum ef ekki öllum 8
Kröflugosunum 1975—1981. Mest var
þó um það í tveimur næstsíðustu gos-
unum. í sjöunda gosinu, sem hófst 30.
jan. 1981, ringdi fyrstu gosnóttina tals-
verðu af nornahári, tiltölulega grófu, á
þann er þetta ritar og fleiri um 0.5 km
norðvestur af aðalgígnum, sem þá var
í gangi.
Áttunda Kröflugosið hófst aðfara-
nótt 18. nóvember 1981. Þetta gos
myndaði meira hraun, enda á lengra
sprungukerfi en nokkurt undangeng-
inna Kröflugosa. Þ. 21. nóvember um
hádegið fóru frá Norrænu eldfjalla-
stöðinni: Eysteinn Tryggvason, Hall-
dór Ólafsson og Magnús Ólafsson, frá
Leirhnjúk yfir að mælipunkti í
Hvannstóði. Þá var í gangi milli Hófs
og Rauðkolls lítill gígur, þar sem nú
eru nefndar Sléttuborgir. í gígnum var
nokkurt fruss, en ekki sást hraun-
straumur frá honum. Kl. 13:30 var að
draga úr gosinu. Snjór var yfir öllu
utan hrauna. í vindátt frá gígnum á
Ieið þeirra að Hvannstóði urðu þeir
félagar varir við mikið af nornahári á
snjónum, sem líklega hefur verið ný-
lega myndað er þeir fóru þarna um.
Það myndaðist ekki meðan þeir voru
þarna. Var mikið af því í vöndlum og
stærstu vöndlarnir um 0,5 m langir og
15-20 cm í þvermál. Suður í Bjarnar-
flag hafði borist talsvert af glerþráðum
upp í 15 cm á lengd og með lítinn
glerhnúð eins og perlu á endanum
(Halldór Ólafsson, munnlegar upplýs-
ingar).
Lýkur hér að segja frá náttúrlegri
steinullarmyndun á íslandi.
132