Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 63
1
4. mynd. Á þessari mynd sér suðaustur eftir einu hinna mjóu rifja er aðskilja Skjálftavötn-
in (ytra og syðra). Rifið er myndað af sandfoki í sáningarrák. Myndin er tekin 9. ágúst
1977. — One of the sand bars dividing the new lake in two parts. (Ljósm Jphoto Helgi
Hallgrímsson).
né tetur. í stað Daphnia longispina var
komin frænka hennar Daphnia pul-
ex í gífurlegu magni, einkum við
ströndina að sunnanverðu, en Cyclops
og Chydorus voru í svipuðu magni og
áður. Af þyrildýrum var fátt, helst.
Keratella quadrata, sem reyndar sást
líka um vorið.
Við sýnatökuna 30. ágúst var flest í
sama farinu og 9. ágúst, nema lítið var
eftir af Daphnia pulex nema dvalastig-
in eða söðulhýðin (ephippium), og mun
minna var af Oedogonium. Hins vegar
hafði fjölbreytni þyrildýra og græn-
þörunga aukist til muna, að því er
virtist á kostnað kísilþörunga og gul-
þörunga (og bláþörunga). Fjöldi nafn-
greindra tegunda og ættkvísla var því
svipaður nú og um vorið, eða um 30.
Árið 1977 voru aðeins tekin sýni 9.
ágúst. Þá var Bosmina coregoni (rana-
fló) orðin ríkjandi af krabbadýrunum
(hafði ekki sést 1976). Mikið var upp-
rekið af söðulhýðum Daphnia og lík-
lega Simocephalus, sem sýndi að þess-
ar tegundir höfðu verið algengar fyrr
um sumarið. Af þyrildýrum var meira
en nokkru sinni áður (Keratella qua-
drata, Polyarthra, Synchaeta o. fl.) Af
grænþörungum var Paulschulzia enn
ríkjandi og myndaði eins konar mor,
ásamt þörungum af ætt Zygnemaceae
(Zygnema, Spirogyra, Mougeotia) og
Oedogonium. Af öðrum þörunga-
flokkum var mjög lítið.
Skordýralíf var nú mjög auðugt í
vatninu, og bar þar langmest á tjarna-
títu (Arctocorisa carinata), sem var
153