Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 81
5. mynd. Kort af hitastigi á 0,5m dýpi í jarðvegi umhverfis laugarnar. Ennfremur má
þarna sjá legu borhola, áætlaða legu NNA-sprungu í berggrunninum og legu norðvestlæga
gangsins. - Isotherms at 0.5m depth in the soil as measured in july 1979. The figure also
shows the locations ofthe wells, possible location ofa waterbearing NNE-striking fracture
in the basement and the NV-striking dyke.
tókst að rekja a. m. k. annan norð-
vestlægu ganganna, sem sjást í Tungu-
fjalli, langleiðina að laugunum við
Reyki. Virðist hann liggja nokkra tugi
metra sunnan heitustu lauganna.
Sumarið 1979 voru gerðar jarðvegs-
hitamælingar á allstórri spildu um-
hverfis laugarnar. Notaður var sér-
stakur hitamælisstafur, stafur með hita-
skynjara á broddinum, sem rekinn er
hálfan metra niður í jarðveginn.
5. mynd sýnir hitakort af nágrenni
lauganna við Reyki. Áberandi er að
heita svæðið umhverfis heitustu
laugarnar er teygt í stefnu rétt austan
við norður, sömu stefnu og misgengja-
og gangakerfið.
Einnig var mæld svokölluð sjálf-
spenna (eiginspenna) í jörðu um-
hverfis laugarnar, en rennsli heits
vatns getur valdið því að rafspenna
myndast á yfirborði umhverfis vatns-
æðarnar. Slíkt sjálfspennufrávik mæld-
ist við laugarnar á Reykjum og virtist
einnig fylgja stefnu norðlægu mis-
gengjanna.
Þessar vísbendingar eru þó ekki næg
sönnun þess að vatnið komi upp úr
berggrunninum um sprungu með
þessa stefnu undir heitustu lauginni.
Hugsanlegt er að vatnið komi upp úr
berggrunninum um sprungu undir
malarhólum vestan lauganna og renni
þaðan eftir lausum jarðlögum og komi
fyrst til yfirborðs á sléttlendinu við
brekkuræturnar (2.mynd). Ennfremur
171