Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 86

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 86
Tvö merkisafmæli Árið 1983 voru liðin 100 og 200 ár frá tveimur merkilegum eldgosum á jörðinni. Fyrra gosið er Islendingum vel þekkt, enda áhrif þess slík að jafn- vel danska einokunarverslunin reynd- ist hafa verið skárri. Eldgosið hófst í Lakagígum þann 8. júní 1783 og stóð til 7. janúar 1784. Á þessum mánuðum gusu rúmlega 100 gígar á 25 km langri sprungu og þekur hraunið nú um 565 km2. Rúmmál hraunsins reiknast um 12 km3 og er það mesta hraun sem komið hefur upp í einu gosi á jörðinni á sögulegum tíma. Um það bil 10.000 manns létust í þeim hörmungum sem gosinu fylgdu og stór hluti búpenings féll (80% sauðfjár, 76% hrossa og 50% nautgripa). Móðuharðindin, eins og þeir hörmungartímar sem eftir fylgdu voru nefndir, drógu nafn sitt af „móðunni“, sem samanstóð af gasteg- undum og gufu frá eldstöðvunum. Gosgufurnar, og þá sérstaklega meng- un af völdum flúors, urðu búpeningi að bana. Mikið byggðarland fór undir hraun og fjöldi bæja. Hitt eldgosið er réttum hundrað árum yngra og varð á eyjunni Krakatá (Krakatau) sem er í Sunda sundi, milli Jövu og Súmötru í Indónesíu. Þann 20. maí 1883 hófst eldgos norðan á Krakatá. Eyjan var óbyggð en óljósar heimildir voru fyrir miklu öskugosi á Krakatá á tímabilinu maí 1680 — nóv- ember 1681, svo ekki komu jarðhrær- ingar þessar á óvart. Hollenskir vís- indamenn fóru til eyjarinnar þann 27. maí og gaus þá í gíg fjallsins Perboew- etan sem er nyrst á eynni. Heldur dró úr gosinu fram til 19. júní er það færð- ist aftur í aukana, og í lok júní voru gosstrókarnir orðnir tveir. Sífellt öskufall var og miklar sprengingar. Allan júlí hélt gosið áfram en hápunkt- ur gossins varð 26. og 27. ágúst. Klukk- an eitt e.h. þann 26. hófust miklar sprengingar á nál. 10 mínútna fresti. Stærstu sprengingarnar urðu síðan kl. 05.30, 06.44, 10.02 og 10.52 þann 27. ágúst. Sprengingar þessar vöktu fólk í yfir 3000 km fjarlægð og heyrðust til Ástralíu í yfir 4800 km fjarlægð. Afleiðingar gossins urðu ótrúlegar. Tveir þriðju hlutar eyjunnar hurfu og varð þar 300 m sjávardýpi sem áður voru yfir 300 m há fjöll. Gífurleg flóð- bylgja skall á nálægar strendur og fór- ust yfir 36.000 manns. Um kl. 14.30 þann 28. ágúst hljóðnuðu síðustu sprengingarnar þessa eins mesta eld- goss sögunnar. Askan frá eldgosinu þakti þúsundir ferkílómetra og reiknað hefur verið út að rúmmál gos- efnanna hafi verið 18 km3. Myndast hafði geysistór askja, 20 km í þvermál með nokkur hundruð metra sjávar- dýpi. Eftir þetta gos varð hlé í 44 ár en árið 1927 myndaðist eyjan Anak Krakatá (barn Krakatár) í eldgosi innan öskjunnar. Á tímabilinu 1927 til 1980 hafa orðið 29 eldgos innan öskj- unnar, en öll hafa þau verið lítil. Helgi Torfason Náttúrufrædingurinn 53 (3-4), hls. 176, 1984 176
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.