Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 87

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 87
Ævar Petersen: Hvítgæsir verpa á íslandi* INNGANGUR Sumarið 1963 bárust þær fregnir úr Skagafirði með Birni Guðbrandssyni, lækni, að hvítar gæsir hefði orpið þar um vorið. Var talið, að um snjógæsir (Anser caerulescens) væri að ræða. Þetta þótti að sjálfsögðu tíðindum sæta, þar eð snjógæsir höfðu aldrei fundist verpandi hérlendis og voru auk þess sjaldséðir flækingsfuglar. Frá upphafi lék vafi á því hvaða tegund gæsirnar í Skagafirði tilheyrðu, þar sem tvær tegundir hvítra gæsa eru tii í heiminum (Delacour 1954). Sam- heitið hvítgæsir er notað um þessar tegundir, sem eru alhvítar í fullorðins- búningi nema vængendar eru svartir. Bjarni Sæmundsson (1936) mun hafa notað þetta heiti fyrstur manna. Hvítgæsir hafa gjarnan verið taldar til sérstakrar ættkvíslar, Chen (Peters 1931). Hér er fylgt flokkunarkerfi Vo- ous (1973), þar sem hvítgæsir eru tald- ar til ættkvíslarinnar Anser. Þeirri ættkvísl tilheyra grágæs (Anser anser) og heiðagæs (A. brachyrhynchus), en það eru algengustu gæsategundirnar sem verpa hér á landi. Nokkuð hefur borið á því, að menn hafa ruglað hvít- * Flækingsfuglar á íslandi. 2. grein: Náttúrufræðistofnun íslands gæsum saman við hvítingja („albín- óa ) þessara tegunda. Grágæsir eru oft hafðar í haldi til eldis eða vegna e8gjanna- Aligæsir eru gjarnan meira eða minna hvítar að lit. Stærri hvítgæsategundin, Anser caer- ulescens, hefur verið nefnd snjógæs á íslensku. Rétt er að geta þess hér, að snjógæs er til í tveimur litarafbrigðum. Algeng- ara afbrigðið er hvítt með svarta væng- enda, eins og áður er lýst. Hitt litaraf- brigðið, svokölluð blágæs, er hvít á höfði og hálsi, en annars dökk. Minni tegundin, Anser rossii, hefur venð kölluð rossgæs á íslensku. Það er bein þýðing á enska heiti tegundarinn- ar (Ross’Goose). Legg ég því til, að heitið mjallgæs verði notað fyrir þessa tegund, eins og Friðrik Sigur- björnsson stingur upp á í Fuglabók Fjölva (Hanzak 1971). Um 20 ár eru nú liðin frá ofan- greindum hreiðurfundi. Þrátt fyrir það, hefur ekki verið skýrt frá honum á prenti, ef frá eru taldar þrjár lítilfjör- legar tilvitnanir (Macmillan 1964, Ævar Petersen 1970, Ogilvie 1978). Hér verður rakið það, sem vitað er um hvítgæsavarp í Skagafirði, varpárang- ur, afdrif fuglanna sem í hlut áttu og hugsanlegan uppruna þeirra. Náttúrufræðingurinn 53 (3-4), bls. 177-189, 1984 177
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.