Náttúrufræðingurinn - 1984, Qupperneq 100
RITFREGNIR
ÁGRIP AF JARÐFRÆÐI ÍSLANDS
Ari Trausti Guðmundsson
Útgefandi: Örn og Örlygur hf.
Reykjavík, 1982, 186 bls.
Það verður að teljast næsta mikið í lagt
af einum manni án sérmenntunar í al-
mennri jarðfræði að leggja út í að skrifa
bók sem ætluð er að „vera kennslubók í
jarðfræði framhaldsskóla“ (fyrir virðist
þarna hafa fallið niður) og „almenningi
handhægt fræðslurit“, jafnvel þótt um „á-
grip“ sé að ræða. Raunar er það svo að
jarðfræðin er á vorum dögum orðin það
umfangsmikil vísindagrein að varla er á
nokkurs eins manns færi að setja saman
góða kennslubók í þeirri fræðigrein. Þar er
hópvinna ekki bara æskileg heldur nauð-
synleg.
Ekki er komið langt í lestri þessarar
bókar þegar maður rekst á ýmislegt sem
erfitt er að fella sig við. Bókin er skrifuð í
fljótfærnislegum dagblaðastíl. Skil-
greiningar á hugtökum vantar víða. Ekki
kann ég við orð eins og „jarðvirkni“ og
„hnik“ og ekki eru þau hugtök skilgreind,
gæti þó vafist fyrir unglingum að finna út
hvað átt er við. Að nota hið gatslitna orð
staðsetning fyrir hnattstöðu er vægast sagt
óþarft. Það er ekki ætlunin að tína hér til
öll þau atriði, sem lýta þessa bók, en vart
verður hjá komist að benda á ýmislegt.
Skal þá fyrst tekið til við berggrunnskortið
á bls. 31. í texta undir myndinni er þess
getið að kortið sé tekið eftir riti Náms-
gagnastofnunar. Mér skilst að hlutverk
þeirrar stofnunar sé m.a. að sjá skólum
landsins fyrir námsgögnum. Sé þar rétt
skilið, er þeirri stofnun sannarlega mál að
fara að athuga sinn gang. Ég get ekki ætlað
höfundi að hafa að athuguðu máli sett slíkt
kort í bók sína. Þarna er verulegur hluti
Reykjanesskaga sýndur sem berg eldra en
3 millj. ára og hvaðan kemur vissan um svo
gamlan berggrunn undir Skeiðarársandi;
eða um 700 þús. — millj. ára gamalt berg í
miðju gosbeltinu norðan Vatnajökuls?
Sérhver lesandi mun að sjálfsögðu sjá að
það er fljótfærni að telja Grænalón meðal
gígvatna (tafla á bls. 138). Varla er heppi-
legt að telja Snæfellsjökul meðal þeirra
sem eru „utan í hlíðum fjalla“. Að jökull
verði að jafnaði brattari við það að hopa er
nokkuð, sem varla margir kannast við
(skýring við mynd á bls. 142). Ónákvæmt
er að telja Leitin vera á Hellisheiði (bls.
34). Ástæða hefði verið fyrir höfundinn að
hann kynnti sér nýjustu niðurstöður um
myndun Baulu í Norðurárdal. Kaflinn um
jarðhita er ruglingslegur. Ástæða hefði
verið til að greina betur frá þeirri skil-
greiningu á háhita og lághita, sem lengi
hefur verið almennt notuð hér á landi. Á
kortinu bls. 29 er + látið tákna: „laug,
hver eða heitavatnshola á lághitasvæði".
Náttúrufræðingurinn 53 (3-4), bls. 190-192, 1984
190